Úrval - 01.11.1954, Page 96
94
ÚRVAL
stað! Hvar er myndin, sem ég
var að skoða?“
Þetta var alþekkt mynd af
tónskáldinu og vörturnar á and-
litinu sáust greinilega. Þær voru
fimm.
„Á myndinni er ein varta fyr-
ir ofan hægra augað.“ Hún at-
hugaði köttinn fyrir ofan hægra
augað. ,,Og hérna er ein, ná-
kvæmlega á sama stað! Og ein
vinstra megin við nefið. Og hún
er líka hérna. Og ein á vang-
anum, og tvær vinstra megin
á hökunni. Játvarður! Játvarð-
ur! Komdu og sjáðu! Þær eru
nákvæmlega á sama stað.“
„Það sannar ekkert. Og ég
anza ekki þessari vitleysu. Það
er allt og sumt.“
Lovísa fór aftur að lesa.
„Hérna er dálítið merkilegt,“
sagði hún. „Hér stendur að Liszt
hafi verið afskaplega hrifinn af
öllum verkum Chopins nema
einu — scherzo í b-moll. Hann
gat alls ekki þolað það.“
„Og hvað svo?“
„Og af því að þú lætur þér
ekki segjast, Játvarður, þá ætla
ég að leika scherzoið og sjá
hvað gerist.“
„Og svo mundir þú kannske
mega vera að því að laga ein-
hvern kvöldmat handa mér.“
Lovísa stóð upp og tók stórt
nótnahefti. Það voru verk Cho-
pins. „Hérna er það víst. Ég
man eftir því. Það er alveg
rétt — það er óþolandi. Taktu
nú vel eftir hvernig kötturinn
lætur.“
JAFNSKJÓTT og Lovísa fór
að leika, tók kötturinn ofsa-
legt viðbragð, eins og hann hefði
verið stunginn með nál, en var
síðan kyrr með sperrt eyru og
skalf eins og hrísla. Þvínæst
varð hann órólegur og spígspor-
aði fram og aftur um sóffann.
Loks stökk hann niður á gólfið
og labbaði drembilega út úr her-
berginu með stýrið upp í loftið.
„Þarna er sönnunin!" hrópaði
Lovísa og hljóp á eftir kettin-
um. Hún kom aftur inn með
hann í fanginu, og lagði hann
á sóffann. Hún var æst á svip-
inn, kreppti hnefana svo að hnú-
arnir hvítnuðu og það hafði
losnað um hárhnútinn í hnakk-
anum. „Hvað segir þú um þetta,
Játvarður," sagði hún og hló.
„Ja, það var bara gaman að
þessu.“
„Gaman! Elsku Játvarður
minn, þetta er það undarlegasta
sem nokkurntíma hefur komið
fyrir!“ hrópaði hún, tók kött-
inn upp og þrýsti honum aftur
að brjósti sér. „Finnst þér það
ekki í frásögur færandi, að
Franz Liszt skuli vera gestur
hér á heimilinu?"
„Heyrðu mig, Lovísa mín. Við
skulum hætta þessari vitleysu.“
„Að hugsa sér, að hann skuli
eiga eftir að búa alla sína ævi
hjá okkur!“
„Hvað varstu að segja?“
„0, Játvarður, ég er í svo
miklu uppnámi, að ég get varla
talað. Og veiztu hvað ég ætla
að gera? Allt músikalskt fólk