Úrval - 01.11.1954, Side 98

Úrval - 01.11.1954, Side 98
96 ÚRVAL, undir eins að fara og búa til eitthvað sérstaklega gott. Ef ég bara vissi hvað væri uppáhalds- maturinn hans. Hvað heldurðu hann vilji helzt, Játvarður," „Nei, Lovísa, nú er — „Góði Játvarður, lofaðu mér nú einu sinni að ráða. Bíddu hérna,“ sagði hún og beygði sig niður og strauk kettinum létt með fingurgómunum. ,,Ég kem undir eins aftur.“ LOVlSA fór fram í eldhúsið og þar stóð hún stundar- korn og velti fyrir sér hvaða góðgæti hún ætti að búa til. Átti það að vera soufflé? Fínt osta- soufflé? Játvarður var að vísu ekki mikið fyrir það, en það varð að hafa það. Hún var ekki sérlega vel að sér í matreiðslu og soufflé hafði ekki alltaf tekizt vel hjá henni, en í þetta skipti vandaði hún sig og beið lengi meðan ofninn var að hitna. En hvað átti hún að gefa honum með? Þá datt henni í hug, að sennilega hefði Liszt aldrei bragðað avacado eða greipaldin og hún ákvað að gera handa honum salat úr þess- um tveim ávöxtum. Það yrði gaman að sjá hvernig honum líkaði það. Þegar matreiðslunni var lokið, lét hún allt á bakka og bar hann inn í dagstofuna. I sama bili kom maður henn- ar utan úr garðinum. „Hérna er kvöldmaturinn,“ sagði hún, um leið og hún lagði bakkann á borðið og leit á sóff- ann. „Hvað er orðið af honum?“ Maður hennar lét sem hann heyrði ekki. Hann gekk þvert yfir herbergið og náði sér í síg- arettu. „Játvarður, hvar er hann?“ „Hver þá?“ „Þú veizt við hvern ég á.“ „Já, það er alveg rétt. Ég skal segja þér frá því.“ Hann beygði sig niður til þess að kveikja í sígarettunni. Hann leit upp og sá að Lovísa starði á hann— á buxnaskálmarnar, sem höfðu vöknað af grasinu. „Ég fór bara út til þess að líta eftir eldinum“, sagði hann. Augnaráð hennar hvarflaði upp á við og nam staðar við hendur hans. „Það logar ennþá,“ hélt hann áfram. „Ég býst við að það logi í alla nótt.“ En konan einblíndi á hann, og hann kunni illa við það. „Hvað er að?“ spurði hann. Síðan varð honum litið niður og sá rispuna á handarbakinu. Hún náði frá þumalfingrinum upp að úlnliðnum. „Játvarður!a „Já,“ sagði hann. „Ég veit það. Maður rífur sig alltaf á þessu bannsetta hrísi. Hvað er að þér, Lovísa?“ „Játvarður!“ „I guðs nafni, kona, seztu nið- ur og reyndu að vera róleg. Það ætti ekki að vera nein ástæða til að æsa sig upp út af þessu. Lovísa! Lovísa, seztu!“ Ó. B. þýddi.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.