Úrval - 01.11.1954, Qupperneq 100
98
ÚR VAL
að deila aldri ættfeðranna með
tíu, ef það mætti verða sann-
leikanum samkvæmt. Hann
stingur þessvegna upp á því, að
við hugsum okkur að Nói hafi
verið fimmtugur, þegar hann
hóf að smíða örkina, og synir
hans ungir menn, 28, 24 og 20
ára gamlir.
Hinn upphaflegi sögumaður
fer ekki mörgum orðum um
kvenfólkið, en þar sem endur-
segjandi þarf að lýsa því nánar,
er rétt að minnast á, að kona
Nóa hét Hanna, að Sem var
giftur Kerin, Ham Ayeshu og
Jafet Meribal. Og svo getum
við byrjað.
Nói hafði þann ávana að
dreyma drauma á næturnar —
og það var venja hans að segja
fjölskyldu sinni frá draumun-
um við morgunverðarborðið.
Þessir draurnar voru annað-
hvort ótvíræðir fyrirboðar alls-
kyns mótlætis, eða þeir voru
svo óljósir og ruglingslegir, að
það var ómögulegt að ráða þá
fyrr en þeir höfðu rætzt. Ef
engisprettur gerðu til dæmis að-
súg að akri Nóa, setti hann þeg-
ar upp spekingssvip og minnti
heimilisfólkið á draum sem
hann hafði dpeymt fyrir mán-
uði — draumurinn snerist um
að þurrausa djúpan brunn með
sáldri. Hann viðurkenni þó að
sér hefði í fyrstu orðið það á
að ráða drauminn þannig, að
það yrði aldrei maður úr næst-
elzta syni hans. Hann væri svo
þver og einþykkur.
Eina nótt dreymdi Nóa
draum, sem stóð honum lifandi
fyrir hugskotssjónum. Hann
dreymdi að fljótin Evrat og
Tigris rynnu saman í einn
streng og fossuðu á móti hon-
um, að hann og Ham sætu á
trjábol í miðjum flaumnum, og
að Ham segði:
,,Hvers vegna dreymdi þig
ekki fyrir þessu í tæka tíð, svo
að við gætum smíðað bát og
bjargað móður minni og bræðr-
um og eiginkonum þeirra?“
Og þá fyrst var eins og hann
minntist konu sinnar, og hann
bætti við. ,,Og Ayeshu.“
Svo breyttist Ham í krókó-
díl, og krókódíllinn sagði: ,,Og
hvernig er það með konuna
mína?“ Og allt í einu voru þeir
umkringdir fjölda dýra sem
sögðu: ,,Og hvernig með kon-
urnar okkar?“ En Nói sat ekki
á trjábol, hann sat á efstu grein
sýprustrés og var að saga af
henni af því að hann ætlaði að
smíða bát, en skyndilega upp-
götvaði hann sér til mikillar
skelfingar, að hann sat á öfug-
um enda greinarinnar. Um leið
og hann hrapaði niður rak hann
upp óp, og konan hans vaknaði
og sagði: „Hvað gengur að
þér?“ Og þá varð honum ljóst
að þetta var draumur.
„Mig var bara að dreyma,“
sagði hann, ,,ég skal segja þér
frá því á morgun.“ En hann lá
vakandi í þrjá klukkutíma og
var að hugsa um drauminn, og
þegar þrír klukkutímar voru