Úrval - 01.11.1954, Síða 104
102
ÚRVAL
þú álasir mér og segir: „Það er
alltaf sama sagan hjá þessu
kvenfólki.“
„Mig mundi ekki einu sinni
dreyma um að segja þetta við
þig, Hanna mín.“
„Þig dreymir nú svo marga
skrítna drauma. En nú verður
þú að flýta þér út, Sem bíður
eftir þér.“
Þegar hann var farinn gekk
hún til Kerinar og sagði: „Nú
er honum alvara.“
Jafnvel nágrannarnir sáu að
það var eitthvað meira en lítið
á seiði.
„Það lítur út fyrir að þú ætlir
að fara að smíða eitthvað,“
sagði Nathanael dag nokkurn.
Það fór fátt framhjá honum,
karlinum þeim.
„Það verður ekki mikill skóg-
ur eftir hjá þér ef þú heldur
svona áfram.“
„Nei.“
„Hvað á þetta að vera?“
Nathanael var sá þrítugasti
og annar sem spurði sömu
spurningar, og Nói var orðinn
hálf þreyttur á öllum þessum
spurningum. „Ja, hvað heldur
þú?“ sagði hann. Svo hélt hann
áfram að saga.
„Mér finnst þetta vera einna
líkast einhverskonar húsi. Er
það rétt getið hjá mér?“
„Ja.
„En það er anzi stórt. Áttu
kannski von á fjölgun í fjöl-
skyldunni?"
„Kemur heim.“
„Jæja það voru góðar fréttir.
Það gleður mig alltaf þegar
unga fólkið — “ Hann var nærri
því búinn að segja „skemmtir
sér“, en tók sig á og sagði í
staðinn: „gerir borgaralega
skyldu sína.“
„Einmitt," sagði Nói.
Nathanael hélt áfram: „Þú
verður bráðum uppiskroppa með
við, ef þú heldur svona áfram,
eins og ég sagði áðan. Ég gæti
selt þér svolitla spildu af skóg-
lendi ef þér lægi á.“
„Norðurskóginn?“ spurði Nói
og það var ekki laust við að
dálítil áfergja væri í röddinni.
„Já. Það er fyrirtaks viður,
rúmlega þrjár dagsláttur."
„Hvað viltu fá fyrir hann?“
„Þú átt sæmilegt fé,“ sagði
Nathanael.
„Ja, við gætum kannske kom-
izt að samkomulagi,“ sagði Nói.
Þar sem allur fénaður hans —
nema tvær kindur — var hvort
sem var dauðadæmdur, sá hann
sér ótvíræðan hag í viðskiptun-
um.
„Komdu til mín í kvöld, þá
getum við spjallað saman um
málið,“ sagði Nathanael.
Nói kinkaði kolli. Það var
ekki laust við að hann væri dá-
lítið upp með sér. Hvernig átti
líka annað að vera, þar sem
Drottinn hafði sagt honum að
hann væri eini maðurinn á jörð-
inni, sem ætti skilið að bjarg-
ast — að minnsta kosti eini