Úrval - 01.11.1954, Page 104

Úrval - 01.11.1954, Page 104
102 ÚRVAL þú álasir mér og segir: „Það er alltaf sama sagan hjá þessu kvenfólki.“ „Mig mundi ekki einu sinni dreyma um að segja þetta við þig, Hanna mín.“ „Þig dreymir nú svo marga skrítna drauma. En nú verður þú að flýta þér út, Sem bíður eftir þér.“ Þegar hann var farinn gekk hún til Kerinar og sagði: „Nú er honum alvara.“ Jafnvel nágrannarnir sáu að það var eitthvað meira en lítið á seiði. „Það lítur út fyrir að þú ætlir að fara að smíða eitthvað,“ sagði Nathanael dag nokkurn. Það fór fátt framhjá honum, karlinum þeim. „Það verður ekki mikill skóg- ur eftir hjá þér ef þú heldur svona áfram.“ „Nei.“ „Hvað á þetta að vera?“ Nathanael var sá þrítugasti og annar sem spurði sömu spurningar, og Nói var orðinn hálf þreyttur á öllum þessum spurningum. „Ja, hvað heldur þú?“ sagði hann. Svo hélt hann áfram að saga. „Mér finnst þetta vera einna líkast einhverskonar húsi. Er það rétt getið hjá mér?“ „Ja. „En það er anzi stórt. Áttu kannski von á fjölgun í fjöl- skyldunni?" „Kemur heim.“ „Jæja það voru góðar fréttir. Það gleður mig alltaf þegar unga fólkið — “ Hann var nærri því búinn að segja „skemmtir sér“, en tók sig á og sagði í staðinn: „gerir borgaralega skyldu sína.“ „Einmitt," sagði Nói. Nathanael hélt áfram: „Þú verður bráðum uppiskroppa með við, ef þú heldur svona áfram, eins og ég sagði áðan. Ég gæti selt þér svolitla spildu af skóg- lendi ef þér lægi á.“ „Norðurskóginn?“ spurði Nói og það var ekki laust við að dálítil áfergja væri í röddinni. „Já. Það er fyrirtaks viður, rúmlega þrjár dagsláttur." „Hvað viltu fá fyrir hann?“ „Þú átt sæmilegt fé,“ sagði Nathanael. „Ja, við gætum kannske kom- izt að samkomulagi,“ sagði Nói. Þar sem allur fénaður hans — nema tvær kindur — var hvort sem var dauðadæmdur, sá hann sér ótvíræðan hag í viðskiptun- um. „Komdu til mín í kvöld, þá getum við spjallað saman um málið,“ sagði Nathanael. Nói kinkaði kolli. Það var ekki laust við að hann væri dá- lítið upp með sér. Hvernig átti líka annað að vera, þar sem Drottinn hafði sagt honum að hann væri eini maðurinn á jörð- inni, sem ætti skilið að bjarg- ast — að minnsta kosti eini
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.