Úrval - 01.02.1955, Side 10
8
■qkval
geti ákveðið sjálft, hverju það
vilji trúa, þegar það verði eldra.
En hvað um Krist? Má ég
taka það fram í upphafi, að ég
held að það væri ekki æskilegt,
enda þótt núgildandi uppeldis-
málalöggjöf heimilaði það, að
börn yxu upp, án þess að þekkja
Nýja Testamentið. Við kærum
okkur ekki um kynslóð, sem veit
ekki, hvað jól og páskar tákna,
sem hefur aldrei heyrt um
Betlehemstjörnuna, né um engil-
inn við gröfina. Þetta er snar
þáttur í menningu okkar. Það
er fléttað saman við bókmennt-
ir, listir og húsagerð. Barnið
þarf að heyra þessar sögur. En
ég mæli með, að barnið heyri,
að þær séu aðeins helgisagnir.
Mætti ég skjóta því hér inn,
að mjög rangt er að telja alla
trúleysingja tilfinningasnauða
Filistea, sem kunni ekki að meta
fegurð, beri enga virðingu fyrir
erfðavenjum, kunni hvorki að
hrífast né sýna lotningu og
vildu helzt að dómkirkjan í
Chartres væri rifin til grunna
og almenningsþvottahús byggt
á staðnum. Míg langar ekkert
til að rífa Chartres, engu frem-
ur en ég vil, að Parthenon sé
jafnað við jörðu. En ég vildi,
að þau fengju að njóta meiri
jafnræðis. Hægt er að dást að
og bera virðingu og lotningu
fyrir Parthenon, án þess að
tigna gyðjuna Aþenu, sem hof-
ið var reist til dýrðar. Alveg
eins má bera í brjósti svipaðar
tilfinningar gagnvart Chartres,
án þess að trúa á guð ísraels-
manna.
Ég legg því til, að börn séu
látin lesa og hlusta á sögur
Nýja Testamentisins á sama
hátt og þau lesa og hlusta á
sögur úr grísku goðafræðinni.
Og þegar þau spyrja, hvort
þessar sögur séu sannar, má
segja þeim, að þær séu sam-
bland sannleika og þjóðtrúar.
Trójustríðið er staðreynd og
vel getur verið, að Hektor og
Akkilles hafi verið til, en við
trúum því ekki nú, að Akkiles
hafi verið sonur hafmeyjar, né
að vopn hafi ekki bitið á hann,
af því að honum var dýft í
fljótið Styx. Á svipaðan hátt
var uppi maður að nafni Jesús
Kristur, sem prédikaði fyrir
Gyðingum og var krossfestur.
En við trúum því ekki nú, að
hann hafi verið sonur Guðs og
fæddur af ósnortinni mey, né
að hann hafi risið upp frá dauð-
um. Seinna getur barnið fengið
meira að heyra um Krist sem
einn af hinum mestu siðgæðis-
boðendum heimsins. En það
leiðir mig að annarri spurn-
ingunni: um menningarlegt
skapgerðaruppeldi.
Byrjum á sálarfræðinni:
Menn hafa haft ýmsar skoð-
anir um eðli mannsins, eftir því
á hvaða tíma þeir hafa verið
uppi. Annars vegar voru skoð-
anir heimspekingsins Hobbes,
um að maðurinn sé fyrst og
fremst eigingjarn. Eftir þeirri