Úrval - 01.02.1955, Qupperneq 55

Úrval - 01.02.1955, Qupperneq 55
HOLLRÁÐ 53 einn og yfirgefinn. En þá komu mér orð móður minnar í hug, eins og þau hefðu verið töluð til mín á þessari stundu. Þau komu eins og ljósgeisli og vöktu hjá mér þá trú, að framtíðin bæri von í skauti sér, jafnvel fyrir munaðarlausan dreng. Amma mín var með allra minnstu konum, sem ég hef þekkt, en þrek hennar var ótrú- legt. Skömmu eftir þetta fór hún með mig og systur mína til Los Angeles. Þar lauk ég barnaskólanámi og fór í mennta- skóla, en vann jafnframt fyrir mér, fyrst sem vikadrengur á heimili, síðan við að bera letur- blý í prentsmiðju. Eitt sumar fékk ég vinnu við gólfdúkalagn- ingu. Ég var ánægður með lífið. I lok síðasta vetrar míns í menntaskóla fékk ég fyrstu al- varlegu kynni mín af kynþátta- misrétti. I skólanum voru þá aðeins örfáir negradrengir og allir höfðu umgengizt okkur sem einstalkinga, en ekki sem sérstakan kynþátt. Bag nokk- urn voru efstu bekkingar sam- ankomnir til að hlýða á þegar lesin voru upp nöfn þeirra, sem kosnir höfðu verið í heiðursfé- lag styrkþega í öllum skólum borgarinnar. Af því að ég var hæstur í mínum bekk, taldi ég víst, að nafn mitt yrði lesið upp. En það fór á annan veg. Nafn mitt var aldrei lesið upp. Allir litu á mig, því að allur bekkur- inn bjóst við að ég yrði kosinn. Þegar mér varð ljóst hver á- stæðan var, fann ég til auð- mýkingar sem ég hafði aldrei kynnzt áður. Þegar við fórum út úr salnum, mæltu þekkjar- bræður mínir og einn eða tveir kennarar til mín huggunarorð- um, en stolt mitt var sært djúpu sári. í reiði ákvað ég að fara úr skólanum og hætta námi. En þá komu mér í hug orð móð- ur minnar: „Ralph, láttu aldrei neitt ræna þig trú þinni, von og draumum." Ég sagði við sjálfan mig, að ég væri ekkert upp á þennan heiðursfélagsskap kominn, ég gæti komizt af án hans. Kynni mín af kynþátta- fordómum hafa aldrei verið skemmtileg, en síðan þetta var hef ég varazt að láta þau vekja hjá mér beiskju. Lífið fór oft um mig óblíð- um höndum á æskuárunum, en orð móður minnar fylgdu mér og smám saman urðu þau að einskonar lífsskoðun. Ég á þeim jafnvel að þakka þann árangur í íþróttum, sem ég náði í háskól- anum í Los Angeles. Raunar var hann ekki til að státa af, enda var ég ekki íþróttamannslega vaxinn, en viljinn var sterkur og kappið mikið, sem nægði til þess að ég reyndist liðtækur keppandi. Eitt sinn kepptum við í körfu- knattleik við mjög sterkt lið frá Stanfordháskóla. Ekki voru taldar neinar líkur til að við færum með sigur af hólmi, en ég vildi ekki trúa því. Alian
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.