Úrval - 01.02.1955, Side 99

Úrval - 01.02.1955, Side 99
VETURSETA Á SVALBARÐA 9T ferð: „Kvíðaflói, Eymdarflói, Sorgarflói.“ „Þetta eru heiti á strandlengj- unni hérna,“ segir Hermann til skýringar. „Hvers vegna eru nöfnin svona hryllileg?“ ,,Á sumrin berast oft skip með ísnum upp að ströndinni. En ísinn getur ekki skaðað okkur, því að við erum á þurru landi.“ Ég held áfram að borða og stari út í þokuna. * Við tökum upp farangur okk- ar. Ég veit ekki hve marga daga við erum að því, því að hér eru hvorki dagar né nætur. Einn dagurinn rennur saman við þann næsta. Það er alltaf bjart, brim- hljóð berst frá sjónum, og þok- an er eins og veggur kringum kofann. Við borðum, þegar okkur svengir, og sofum, þegar við erum þreytt. En loks er allt komið á sinn stað. Ég hef þvegið veggina og gólfið úr heitu sápuvatni. Þegar kofinn er orðinn hreinn og þrifalegur, fer mér að lítast betur á hann. Rauðleiti blærinn á reyklituðu veggjunum er fallegur, og það er mikil prýði að hvítu hrein- dýraskinnunum á rúmunum. Loðúlpur veiðimannanna sóma sér vel þar sem þær hanga á veggnum, og sama má segja um Lappaskóna og beltin. En mér finnst landslagið vera jafn ömurlegt og áður. Einn dag taka karlmennirnir mig með sér þegar þeir fara að sækja vatn. „Þú verður að læra að rata í þokunni," segir Hermann. „Þá getur þú sótt vatnið sjálf, þó að við séum ekki heima.“ Það sést ekki út úr augunum fyrir þoku og undir fæti er grjóturð. Þetta er eggjagrjót og illt yfirferðar. Enda þótt mér sýnist steinarnir vera hver öðrum líkir, átta karlmenn- irnir sig eftir þeim, þegar þeir fara út að vatnsbólinu. Landið er svo hrjóstrugt að ég get varla um annað hugsað. Ég sé allstaðar grjót, í vöku og svefni. Evrópa er orðin töfraland í mínum augum. Þar spretta blóm og ávextir úr jörðinni, og allt sem maður þarf sér til lífs- framfæris. Hérna, þar sem ekk- ert vex, skil ég fyrst hvílíkt kraftaverk það er, að fæðan skuli sífellt vera að spretta upp úr jörðinni. Undir niðri hef ég áhyggjur af matarbirgðunum. Að vísu er matarskápurinn fullur af köss- um, dósum og sekkjum, en mest af þessu er f jörefnasnautt. Ég lít á listann: Þurrkaðar baunir og ertur — lítil sem engin fjörefni; kakó, hrisgrjón, hveiti — lítil sem engin fjör- efni; te, kaffi, sykur — alls engin f jörefni; laukur og kart- öflur, þurrkaðir ávextir, salt- kjöt. Fjörefnabirgðir okkar eru fólgnar í fáeinum dósum af smjöri, hunangskrukku, lýsis- flösku og sex kálhöfðum. „Hafðu engar áhyggjur“»
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.