Heima er bezt


Heima er bezt - 01.08.2008, Blaðsíða 12

Heima er bezt - 01.08.2008, Blaðsíða 12
sátum báðir og raunar með þau hjón bæði á skemmtanir og af. Lengri og erfiðari leið var inn í Áreyjar en þangað átti ég ófáar ferðir með búendur þar, góðvini mína Eyjólf og Ingibjörgu og einnig þeirra fólk og man ég alveg sér í lagi eftir einni ferð. Það var yfir á að fara og það var mikið í ánni og þegar ég ætlaði svo að beygja heim að Seljateigi og hemlaði niður þá gjörðist einfaldlega ekki neitt í hálkunni, hemlamir höfðu farið í ánni. Beygjunni náði ég naumlega og þau sem í jeppanum voru sluppu með skrekkinn, en ekki var um annað að ræóa en láta vaða, því annars hefði bíllinn lent á hliðstaumum eða úti í skurði og hvom tveggja vægast sagt hættulegt. Já, enn gæti ég talið ferðir farnar með hina og þessa sem m.a. komu gangandi í heimsókn heim, jafnvel fór ég fjarða á milli fyrir leikfélagið heima og svona utan enda. Aðeins það að fyrir utan mjólkina frá henni Guðbjörgu minni á Sléttu var hinn beini afrakstur enginn, en þakklæti í orðum býsna dýrmætt nú í minningunni, en þegar horft er til blankra hjóna með böm mörg, þá hefði smávegis umbun verið ágæt, en ekki við slíkt komandi hjá hvomgu okkar hjóna, sem betur fer, segi ég nú. En ég ætlaði eiginlega að segja frá annars konar bílferðum, bílferðum milli landshluta eftir að ég varö þingmaður og ekki máski frá mörgu merkilegu að segja, en ég læt flakka smábrot af því sem þar gjörðist. Mikið heföi nú stundum verið gott að hafa farsíma á lengri leiðum , oft á kvöldum jafnvel nóttum. Einu sinni vomm við hjónin á ferð yfir Möðmdalsöræti í úrhellisrigningu á okkar Moskvitch og þegar við vomm skammt komin frá Möðrudal ókum við fram á hundhraktan ferðalang meö allnokkum farangurog við stönzuðum auðvitað og maðurinn tekinn upp í. Hann sagðist vera belgískur og talaði sæmilega ensku og alla vega þá skildum við hvorn annan að mestu. Ekki höfðum við lengi ekið er við ókum fram á annan klyfjaðan og hundblautan ferðalang og aftur var stanzað og maöurinn tekinn upp í og var þá skottið orðið fullt og þó setið undir einhverju. Af tali mannanna tveggja var ljóst að þeir vom ferðafélagar, en ekki höfðum við ekið lengi enn þegar þriðji hraknings-maðurinn birtist, húkandi á steini við veginn. Við sögðumst svo sem varla geta tekið hann líka, en þeir tvímenningar aftur í fóru að biðja sem ákafast og auðvitað var honum troðið inn með pjönkur sínar eins og við svo sem höfðum alltaf ætlað að gjöra. Ekki býst ég við að vel haft farið um þá félaga, en þeir lofsungu okkur mjög og spurðu m.a. um við hvað ég ynni og var ég heldur tregur til svars, en þeim þótti þetta þá stórmerkilegt og undruðust þó mest, að ég skyldi ekki vera á betri bíl, “member of parliament” o.s.frv. En ég sagði að ég væri fýrir þann flokk sem legði ekki mikið upp úr slíkum hégóma, sem dýmm bílum og það þótti þeim enn merkilegra. Eg sagði við konu mína að gagn væri að ekki spryngi á bílnum, því allir vom ferðalangamir allháir og ekkert ofurgrannir þó ungir væru, en bíllinn á ekki alltof góðum dekkjum, allgömlum og slitnum. En allt hafðist þetta og við skiluðum þeim þremenningum til Egilsstaða og þar buðu þeir borgun, en það ekki tekið í mál og sannarlega þökkuöu þeir vel fyrir og tóku niður heimilisfóng okkar eystra og syöra, en við höfum hvorki heyrt eóa séð neitt frá þessum þremenningum, enda áttum við aldrei von á því. Eg man að okkur létti báðum þegar þeir vom famir og öll dekk enn heil, en lyktin af þeim loddi nokkuð við bílinn næstu dægur, enda þeir eðlilega sveittir og niöurrigndir og tæpast nýbúnir að fara í bað. Oft kom það fyrir að ég tók upp þessa svokölluðu “puttalinga” þó mér væri svo sem aldrei alveg um þá gefið, þegar ég var einn á ferð og einkenni þeirra allra aö vilja tala einhver lifandis ósköp við mann á oft illskiljanlegri ensku eða skandinavísku og ég ekki svo mjög vanur að tala þessi tungumál og í raun alltaf forðast það, ekki þótt ég nógu góður til þess. Eg nian eftir því aö eitt sinn tók ég upp óvenjumálglaðan en ekki að sama skapi skiljanlegan hollenzkan ferðalang í Breiödalnum. Ég var á fundaferð um suðurhluta kjördæmisins og sagði honum að ég væri á leið til Djúpavogs og myndi halda þar fund, fara síðan og gista hjá vinafólki mínu að Melrakkanesi og fara svo undir hádegi til Homafjarðar og við vegamótin að Djúpavogi skömmu fyrir kvöldmat kvöddumst við með virktum. Þetta hefði ég svo sem ekki átt að gjöra en því áttaði ég mig ekki á þá. Fundinn hélt ég og fór svo að Melrakkanesi en þau ágætu hjón, Þórunn og Karl, á fundinum, en ekki hafði ég lengi ekið á leið til þeirra þegar ferðalangurinn eins og spratt upp úr veginum og bað um far. Auðvitað fékk hann far og ég vildi fá að spyrja þau hjón hvort hann mætti gista í súldinni, en það tók hann ekki í mál, hafði einhvern tjaldbleðil með sér. Svo leið nóttin og ég kvaddi þau hjón árla morguns og hélt áleiðis til Homaljarðar og var rétt kominn spölkorn frá bænum þegar farþeginn frá deginum áður spratt upp og veifaði ákaft og brosti sínu breiðasta. Hann fékk að sjálfsögðu far til Homaljarðar, en áður en við skildum þar hafði hann grennslast fyrir um ferðir mínar sem ég kvað allar á huldu og allshugar feginn var ég daginn ef'tir á leið minni til Reykjavíkur að aka ekki fram á ferðalanginn, enda vægast sagt orðinn uppgefmn á oft óskiljanlegu bablinu í honum og spumingunum um hitt og þetta, sem hann ætlaðist ævinlega til að ég ætti svör við. Einu sinni var ég á ferð suöur að sumri til og faðir minn með mér og þá fékk far með okkur frönsk stúlka sem ætlaöi aö sögn að skoða sig um og dáðist mjög aö hinu íslenzka landslagi. Hún talaði sæmilega skýra ensku og ég man að ég bað foður minn að ræða við hana á leiðinni, svo mikill afbragðsenskumaður sem hann var, enda verið meira en tvö ár í Kanada, en hann kvaðst búinn að gleyma öllu og brást ekki vel við bón minni. Ég gat svo ekki annað en brosað aö því, að nokkrum sinnum á leiðinni var hann þó bæði að túlka rétt þaö sem hún sagöi og leiðrétta mig, já, á leiðinni sagði ég, því samfylgd hennar varö lcngri en hún bað um í fyrstu. Við gistum í Nesjaskóla og hún haföi falast eftir fari í öræfin daginn eftir og kvaðst verða við veginn stutt frá Nesjaskóla og það stóðst svo sem alveg. En þegar í Öræfin kom og ég stanzaði á Fagurhólsmýri í Ijómandi 300 Heima er bezt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.