Heima er bezt - 01.08.2008, Blaðsíða 90
13. kafli
Þorpið logaði af sögusögnum, bæði sönnum og lognum. Hvar
sem tveir eða fleiri mættust, var viðkvæðið, „Hefurðu heyrt
það nýjasta?“ Ulli var búin að reka Andreu upp á hanabjálka
og bjó í góðu yfirlæti meö Gústu. Einhver hafði séð gegnum
glugga að kvöldlagi hvar Ulli og Gústa stigu villtan dans á
borðstofuborðinu, hálf- eða allsnakin, en undruðust mest
styrkleika borðsins og manneskjan komin að því að fæða.
Aðrir sögðu að þau væru búin að gera Andreu geðveika og
læstu hana inni í risinu. Svo sást nú Andrea í Björnsvali
einn daginn, að versla, alúðleg og lík sjálfri sér, svo ekki
gat það staðist að hún væri orðin geðveik. Þeir sem sögðust
hafa heyrt að hún hefði bara verið flutt upp einn daginn
þegar Gústa ruddist inn á Ulfljót Hermannsson, dáðust að
henni fyrir að láta ekki troða sig niður, heldur losa sig svona
snilldarlega úr vitleysunni. Það var verst að hún skildi ekki
henda skötuhjúunum á dyr á stundinni. Hún hlyti að sækja
um skilnað fljótlega.
Aðrir sögðu að Úlli og Keli á Kríunni hefðu lent í áflogum,
báðir þættust eiga bam Gústu og Keli hefði hótað að drepa
hvem þann sem þættist eiga krakkann. Hann hefði ekki
vitað betur en þau Gústa væru trúlofuð. Einhver sagði þá
Kela að úr því Gústa segði Bjössa heitinn kóng, föðurinn,
þá gæti hann nú ekki dáið tvisvar. Svo Keli skyldi hætta
öllum morðhótunum. Þá nefndi Keli sér til vitnis Gabríel
meðhjálpara, sem hann hefði mætt á tröppunum morguninn
sem hann hafði komið trúlofaður frá dóttur hans og svo yrði
bamið rauðhært og þá gætu allir séð að hann segði satt. Þá
hlógu allir viðstaddir.
En Gústa gnísti tönnum þegar henni barst þetta til
eyrna.
Margir álitu Kela á Kríunni, eins og hann var daglega
nefndur, ekki merkilegan pappír þar sem hann hafði verið
annálaður óreglumaður frá fermingu. Fyrst ánetjaðist hann
víninu og síðar komst hann að því að það var voðalega
afslappandi að hafa róandi töflur í bland. Þær fékk hann
nú ekki afgreiddar í apótekinu á heilsugæslunni en þar sem
hann sigldi oftast með félögum sínum að selja afla skipsins
í erlendum höfnum var auðvelt að ná í það sem hann vildi
til sinna eigin nota. Keli var langt frá því að vera slæmur
strákur, eiginlega var ekki illt til í honum. Öllum vildi hann
hjálpa ef hann var beðinn og oft gátu lymskutól notfært sér
hrekkleysi hans. Flestum fannst hann nú ekki stíga í vitið en
Keli skinnið var nú bara einu sinni svona og hann var alveg
óskaplega hrifínn af henni Gústu. Það var nú hluturinn sem
fólk eiginlega undraðist mest í henni Litlu-Vík.
Dagamir liðu og Andrea var orðin óþreyjufull að bíöa
eftir barninu. Henni fannst hún vera veik, bæði á sál og
líkama. Öll sú sára reynsla sem hún hafði orðið fyrir var að
yfirbuga hana og einstæðingsskapurinn læstist um hana eins
og köld kló. Henni fannst hún vera vamarlaus fyrir svikum
og sársauka. Þegar hún hafði tekið þá ákvörðun að flytja frá
Úlla hafði henni fundist einhver kraftur umlykja sig og halda
sér uppi. Henni hlytu að opnast einhverjar leiðir. Hún gæli
alveg séð um sig og bamið. Nú var hún ekki lengur jafn viss.
Allt hennar angur og óhamingja var að nísta hana í sundur.
Hún treysti sér varla út fyrir hússins dyr fyrir orkuleysi og
ekki bætti úr skák að á heilsugæslustöðinni frétti hún að
læknirinn hefði orðið að fara skyndilega til Reykjavíkur
vegna veikinda og auðvitað fór frúin með honum. Óvíst var
hvenær þau ættu afturkvæmt. „Það var víst eitthvað alvarlegt
sem að honum gekk,“ sagði Ingveldur ljósmóðir, en vonaði
að það yrði sendur staðgengill. Þar með var Andrea búin að
missa sínar haldbestu stoðir í þrengingunum. Eins veigraði
hún sér við að hafa samband við Jörund velgjörðamann sinn,
þessar löngu vikur. Eiginlega var það svo að hún dró sig eins
og sært dýr inn í holu sína og vildi helst loka umheiminn
úti að svo miklu leyti sem það var mögulegt. Andrea vissi
að hún myndi aldrei leita hjálpar Úlla. Hann skipti sér ekki
af henni og hún ekki af honum.
Henni fannst hún ekki þekkja neina konu í þorpinu nógu vel
til að tala við. Að vísu höfðu einstaka þeirra komið í stuttar
heimsóknir og verið blíðar og vorkunnsamar á svipinn, en
Andrea var orðin svo tortryggin að hún ákvað að þær væm
bara að forvitnast um hana og fór alveg í baklás. Lét ekkert
uppi um vanlíðan sína heldur byggði upp vamarvegg í kring
um sig, svo enginn fór ríkari af fréttaefni af hennar fundi. Það
var því ekkert spennandi að endurtaka heimsóknirnar. Hún
hafði það eins og blóm í eggi sögðu konurnar og hugsuðu
svo ekki meira um það.
Ómar Alfreðsson var sá eini sem hafði reglulega samband
við hana og þá í símanum, því hann vildi ekki auka á
kjaftaganginn í þorpinu, með því að koma oft í heimsókn.
Hann vissi að Gústa myndi aldeilis ljá þeim fréttum fætur,
þar sem hún ríkti og fór hálfgerðum hamfömm í frekju
og ráðríki á neðri hæðinni. Ómar vissi að Gústa var flutt
úr gestaherberginu í svefnherbergið hjá Úlla og var alveg
gáttaður á manninum að taka það í mál. Hann virtist bara
búin að gleyma að hann var harðgiftur enn og ekki vildi
hann sækja um skilnað við Andreu. Það var Ómar nú alveg
viss um að var ákvörðun Gústu, því þá myndi Úlli standa
uppi slyppur og snauður vegna séreigna Andreu og kannski
myndu þau Gústa bæði tapa vinnunni líka. Því ekki var það
í áætlunum frk. Gabríels að þau færu að leita sér að vinnu
í frystihúsinu eða annarsstaðar.
Gústa hafði sagt stelpunum í búðinni að hún þyrði ekki
fyrir nokkum mun að sofa ein. Það gæti alveg skeð að svona
taugabiluð manneskja eins og Andrea læddist hreint og beint
að henni einhverja nóttina þar sem hún væri vamarlaus og
reyndi að kála henni eða minnsta kosti gera henni og baminu
eitthvað mikið til miska. Hún væri óútreiknanleg manneskja
sem myndi einskis svífast til að bamið fengi ekkert eftir
föður sinn. Það gætu nú allir séð klókindabragðið hjá henni
með íbúðina sem hún hefði þó verið búin að lofa sér, þó hún
hefði ekki vitni að því. Þessu trúði fólk nú mátulega.
378 Heima er bezt