Heima er bezt


Heima er bezt - 01.08.2008, Blaðsíða 77

Heima er bezt - 01.08.2008, Blaðsíða 77
fyrir framan sig. Miðunarrammi var uppi á þaki klefans, fastur á öxli, sem gekk niður úr þakinu og gat maður snúið honum með hjóli inni í klefanum. Samband við brú (stýrishús) var um rör sem lá milli klefans og brúarinnar með flautu á báðum endum. Þyrftu stjórnendur að hafa samband við loftskeytamann, tóku þeir flautuna úr sínum enda og blésu í rörið. Kom þá blístur úr flautunni í loftskeytaklefanum og gat þá loftskeytamaður tekið flautuna úr sín megin og lagt eyrað að rörinu og þá heyrt það sem sagt var í rörið í hinum endanum. Þannig gátu menn talast við með því að tala til skiptis í rörið og hlusta til skiptis. Þegar miðun var tekin og loftskeytamaður hafði fengið „minimum“ (náð miðun) beygði hann sig snarlega að rörinu og blés í og tók þá sá sem var við stýri skipsins stöðu kompássins. Var þetta gjaman endurtekið þrisvar eða fjórum sinnum í röð til að skekkja yrði sem minnst. En aðalstarf loftskeytamannsins fólst í því, að senda upplýsingar um veiði frá skipinu og taka veiðiupplýsingar í staðinn frá kótafélögum skipsins á nokkurra klukkustunda fresti. Við vorum í kótaklúbbi með nokkrum öðrum togurum og skiptumst á við þá um veiðifréttir. Þetta var allt sent á milli á dulmáli í tölukóta skeytum og síðan var dulmálið þýtt yfir á mælt mál. Þetta snerist um það hvað tekin hefðu verið mörg höl og hvað mikið aflamagn hefði komið úr hverju hali, s. s. skaufí, slöttungur, skiptipoki eða nokkrir pokar og þá hve margir, ásamt staðsetningu, hvar verið væri að veiðuin. Var þetta hugsað þannig að veiðifélagar gætu notfært sér ef einhver félaginn setti í físk, án þess að allur togaraflotinn vissi hvað um væri að vera. Ef ég missti af einhverjum af þessum dulmálsorðum, átti ég bara kalla upp einhverja af veiðifélögunum okkar og þeir myndu allir tilbúnir að endurtaka fyrir mig það sem ég þyrfti á að halda. Þegar skipið hafði verið gert „klárt“, kol í boxum, ís í lest og „próviantur“ í matargeymslum, var haldið til veiða. Þá fór nú sjóveikin fljótt að gera vart við sig. Ég hafði nú svo sem búist við því og hafði einhvern fötugarm tiltækan til að taka við því sem ég þurfti að leggja frá mér. Mér tókst samt alltaf að borða eitthvað, með því að sæta lagi að skjótast niður í káetu og grípa einhvem matarbita þegar ég var nýbúinn að æla, en því fylgdi alltaf smá hlé áður en að næstu æluhrinu kom. Þetta hélst svona með líkum hætti í þrjá daga, en á fjórða degi tók sjósóttin að réna og eftir það var ég laus við hana það sem eftir var veiðitúrsins. Ég held að það hafi verið á þriðja deginum, sem kapteinninn sagði við mig að nú yrði ég að fara að koma með fískifréttirnar prentaðar. En þar fór nú í verra. Ég man að það var mikil pína að sitja með ælufötuna milli hnjánna og reyna að vélrita fiskiupplýsingamar. Vélritunarkunnáttan var nú ekki upp á marga físka. Sjálfur átti ég enga ritvél, og hafði aðeins gripið í þetta í vélritunartímunum í skólanum. Vélarnar sem við höfðum þar vom nú ansi misjafnar. Margar þeirra voru þannig stilltar, að slægi maður ekki nákvæmlega hæfílega létt á stafinn áttu þær til að hlaupa af stað og gera aukabil, og slíkt var okkur reiknað sem villur. Eftir nokkrar árangurslausar kvartanir hafði mér tekist að fínna sknifu þar sem hægt var að stilla þennan næmleika. Og þegar kom síðar í próf gat ég stillt þetta á þeirri vél sem mér var fengin og náði villulausu vélritunarprófí. En færninni var nú ekki fyrir að fara. Ég rembdist eins og rjúpan við staurinn við að vélrita þessar fískiupplýsingar og einhvem vegin hafðist þetta, að minnsta kosti slapp ég við að vera skammaður. Þegar mér var bötnuð sjóveikin fór ég að fylgjast dálítið með vinnunni um borð, sem mér fannst afar athyglisverð. Ekki lagði ég nú samt í það að fara niður á dekk, en einhvem daginn hafði ég mig í það að fara og hitta bræðslumanninn og biðja hann að gefa mér aðeins að bragða nýrunna lifur, en það var metall sem ég hafði mikið heyrt látið af. Bræðslumaðurinn sagði það alveg sjálfsagt, tók krús sem hann dýfði í bræðslupottinn og rétti mér nær fulla af þessu dýrmæti. Ég held að mér hafí nánast tekist að klára úr krúsinni, en ég bað hann ekki oftar að gefa mér að smakka. Einn mann þekkti ég þama um borð. Hann hét Magnús og hafði verið einn vetur heima við nám hjá föður mínum. Eitt sinn er Magnús var að fara til „kojs“ kom hann upp í klefa til mín og settist á gólfíð við dymar í klefanum. Magnús var „Poka-maður“ um borð. Hafði hann marist ansi illa á hendi þegar hann var að slá úr blökkinni en það tilheyrði pokamannsstarfmu, og nú hafði annar tekið við því starfí og þannig aðeins létt á Magnúsi, en hann vann alveg fulla vinnu á dekkinu þrátt fyrir meiðslin. Við byrjuðum nú eitthvað að tala saman, en það höfðu ekki verið sagðar margar setningar þegar Magnús var steinsofnaður þar sem hann sat skorðaður á klefagólfmu. Það varð því ekki mikið úr samræðum og það var alveg greinilegt, að mönnum veitti ekki af frítímanum til hvíldar og svefns, þegar mikið fískaðist. Eftir um það bil tvær vikur hafði veiðin nálgast fiillfermi, en þá vantaði ís til að sómasamlega væri hægt að ganga frá þeirri viðbót sem æskilegt væri að afla. Var því ákveðið að halda til lands. Mér var fengin fata með smáslatta af volgu vatni til að ég gæti þvegið mér og rakað, og var sagt að ég þyrfti að vera snöggur, því að það þyrftu fleiri að nota fötuna. Menn voru sem sagt ekkert að þvo sér eða raka nema að farið væri í land, þá væri skemmtilegra að líta sæmilega þrifalega út. Við komum til Hafnaijarðar eitthvað um 5 eða 6 leytið að morgni og haldið var úr höfn um hádegi. Eitthvað var reynt að kasta trolli í Faxaflóabugtinni en þar var lítið að hafa svo að aftur var haldið á Eldeyjarbanka til að klára veiðiskapinn. Eftir eitthvað 2 eða 3 daga voru lestar orðnar fullar af fiski og nú var aftur haldið til hafnar, og hluti áhafnarinnar fór í frí og þar á meðal skipstjórinn, en stýrimaður tók við skipinu og nú var haldið í söluferð til Fleetwood á vesturströnd Englands. Við fengum alveg afskaplega gott veður á útleiðinni. Það má heita að það væri logn alla leiðina. Oft komu einhverjir af áhöfninni upp í klefa til mín til að spjalla, og sögðu mér eitt og annað af sjómennsku sinni. Einn sagði mér af því að hann væri búinn Heima er bezt 365
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.