Heima er bezt - 01.08.2008, Blaðsíða 39
Anœgður með veiðina.
stórum laxi og tóku þeir hressilega til
matar síns með miklum tilburðum
og hamagangi. Þessi skammtur var
nægjanlegur dagskammtur fyrir hundana
þegar þeir voru ekki notaðir til dráttar.
Mér var tjáð að þeir væru yfirleitt ekki
í húsi yfír veturinn, þeir vildu frekar
vera úti þó kuldinn væri mikill.
Mér þótti furðulegt að ala hundana á
þessum ágætis laxi, sem hefði kostað
mikla peninga heima á Islandi en ástæðan
var hinar miklu laxagöngur í fljótinu vor
og haust en þá eru torfumar svo þykkar
að laxinn er veiddur í svokölluð veiðihjól,
sem gátu verið mjög afkastamikil. Mikið
er af fiski í sjó og vötnum Alaska og er
niðursoðinn lax fluttur úr landi í miklu
magni.
Astæða þessa hundahalds var
hundasleðaakstur sem er allmikið
stundaður sem frístundagaman og
árlega haldin keppni í hundasleðaakstri,
sem þótti mjög tilkomumikil og mikil
spennaum hver ynni keppnina.
Um kvöldið var okkur boðið í
kvöldverð hjá vinafólki þeirra og þótti
mér afar fróðlegt að kynnast ýmsum
siðum sem þarna tíðkast.
Margir íbúar þorpsins störfuðu að
verkefnum varðandi flugvöllinn en
einnig voru þama einstaklingar sem unnu
við gullgröft í nálægum fjöllum.
Lítið flugfélag var staðsett í þorpinu
sem sá um að Hjúga með þorpsbúa á
milli þorpanna á þessu svæði. Reglur
varðandi flugið eru fremur vægar og
sennilega auðvelt að öðlast réttindi til
að stjóma flugvél af þeirri stærð sem
mest er notuð á þessu svæði. Ef flugstjóri
forfallast tekur bara einhver nærstaddur,
sem hefur réttindi, við stjóm og bjargar
málum og þykir það ekki vera mikið
tiltökumál. Þetta gæti verið svipað og
þegar farið var á dansleiki í dreifbýlinu
á Islandi forðum daga, að sá sem var
næstur því að teljast ódrukkinn var
látinn taka við stjóm á heimleiðinni,
ef bílstjórinn hafði farið yfir strikið. A
þessu svæði eru þessar litlu flugvélar
notaðar eins og bifreiðar hér heima, enda
takmörkuð not af bifreiðum þarna, því
lítið er um akvegi milli þorpanna.
Nokkrar indíána fjölskyIdur áttu heima
í þorpinu. Eg kom inn á eitt heimili
þeirra og þótti nokkuð ævintýralegt
um að litast þar. Húsið var nokkurra
fermetra skúrbygging og inni var eldað,
borðað og sofið. Ibúamir virtust sáttir
við að búa í þessum kofum. Þó svellalög
væru upp á miðja veggi var góður hiti
Ágúst Arason hvílir hundana í
keppni árið 1974.
af olíuofni sem hitaði nægilega vegna
smæðar hússins.
Ymsir siðir og venjur indíánanna
vom nokkuð aðrir en okkur þætti við
hæfi. Ef fréttist af afmæli eða jarðarför
ættingja eða vina í öðmm þorpum,
fékk litla flugfélagið atvinnu við að
flytja þá hópum saman til að taka þátt í
viðeigandi fagnaði. Var gjaman dvalið
í vikutíma á veislustað og fæðan að
mestu leyti í fljótandi formi. Nægjusemi
og áhyggjuleysi er aðalsmerki þessa
þjóðflokks.
Daginn eftir komu fréttir frá
sjúkrahúsinu um að sjúklingurinn væri
orðinn nokkuð hressari og langaði til
að fá konuna og bömin í heimsókn. Var
því ákveðið að heimsækja hann næsta
dag. Þó heilsa hans færi batnandi var
samt mikil óvissa um vinnufæmi hans
á næstu vikum og mánuðum og kom
til umræðu að fjölskyldan færi heim til
Islands meðan hann væri að ná fullri
heilsu. En læknar hans töldu hann ekki
vera færan í slíkt ferðalag næstu vikur og
Heima er bezt 327