Heima er bezt


Heima er bezt - 01.08.2008, Blaðsíða 79

Heima er bezt - 01.08.2008, Blaðsíða 79
að gá að rafspennum, þá notaði hann einungis fingurna sem mælitæki. Væri hann að athuga með lágspennu sleikti hann puttana til að geta betur greint hvort spenna væri fyrir hendi, en væri um háspennu að ræða þurrkaði hann þá vandlega á brókum sínum og nálgaðist spennustaðina með mikilli gætni. Nú, hann komst að raun um að það vantaði talsverðan vökva á geyminn fyrir dýptarmælinn. Náði hann sér í eimað vatn og fyllti á geyminn, lagði fyrir að hann skyldi hlaðinn vel og lengi. En sennilega hefur verið um einhvern leka af geyminum að ræða, og þá orðið lítið sýruinnihald þegar hann var fylltur með vatni. Allavega reyndist dýptarmælirinn algerlega óvirkur á heimleiðinni. Eftir hádegið hófst skoðunarferðin með kokkinum. Fyrst var komið við á einhverjum „pub“ og innbyrgt eitthvað hjartastyrkjandi fyrir ferðina. Síðan tókum við okkur far með sporvagni til Blackpool og þar var farið rakleitt að Tower. En þar reyndist þá allt lokað. Hann mun raunar aðeins hafa verið starfræktur um túristatímann. En húsið var hringgengið eftir því sem unnt var og þá fundust einar dyr opnar og við fórum inn í húsið. Við fórum þarna upp einar fjórar hæðir og á öllum hæðum voru geysistórir dans- og veitingasalir. í kjallara hússins var heilmikið fiskasafn lifandi fiska í stærðar glerkerum meðfram öllum veggjum. Fannst mér það mjög merkilegt og hef ekki séð slíkt í anna tíma, nema fiskasafnið sem er í Vestmannaeyjum. Ekki hittum við þarna nokkurn mann í þessu mikla húsi, og þar sem ekki var túristatími var heldur ekki um það að ræða að við ættum kost á hestakerru til að sitja í með sígar og rós í barminum. Við fórum því innan tíðar aftur til Fleetwood. Var nú farið að huga að skipsfélögunum, og fundust þeir fljótlega. Var öll áhöfnin samankomin á einum pöbbinum, önnum kafin við að njóta þeirra veiga sem á boðstólum voru. Eftir að hafa fengið mér í glas settist ég við píanó sem þama var og fór að glamra einhverja slagara sem ég þóttist kunna. Ef ég spilaði einhverja gamla enska, eins og „Roll'out the barrel“ eða „It is a long way to Tipparery“ söng allt „publikum“ á staðnum kröftuglega. Við eitt borðið þama sat maður sem misst hafði báða fætur í stríðinu. Við hlið hans var ílát, sem greinilegt var að menn höfðu lagt einhverja smápeninga í. Eg ætlaði að bæta einhverju í ílátið, en þá mótmælti maðurinn kröftuglega. Hann vildi meina að ég væri skemmtikraftur og hann ætti frekar að gefa mér. Þegar líða tók að kvöldi fór ég að verða eitthvað skrítinn, og hélt ég að ég væri að verða eitthvað veikur svo að ég dreif mig um borð og ætlaði koma mér „til kojs“ en ráfaði samt fyrst niður í matsal, og þá gaf nú heldur betur á að líta. Þama var bara hlaðið borð af mat og meðal annars stærðar bakki með kótelettum. Þær stóðu allar upp á endann, og rifbeinsendi upp úr hverri kótelettu og á endanum á hverju rift var vafið snifsi af skrautpappír. Þetta var allt afar gimilegt og nú fann ég að ég var alveg glorhungraður enda hafði ekkert innbyrt allan daginn utan viskí eða bjór. Settist ég nú við að raða í mig og hresstist við hvem bita. Þegar ég hafði étið nægju mína fann ég ekki nokkra þörf á að leggjast fyrir og tók sprettinn og hljóp upp í bæ til félaganna. Skömmu eftir að ég settist kom einhver kvenmaður og vildi fara að tala við mig. „Þú skalt vara þig á svona kvenfólki“, sagði skipstjórinn. „Þær geta borið með sér allskonar veiki. Þessi er til dæmis með útbrot á úlnliðunum, sem hún reynir að hylja með ermum alveg fram á handabök." Hópurinn fór nú á rölt og við komum við á einum tveim ölkrám öðrum. Einhver kona hafði elt hópinn og þegar kom að því að við fórum að koma okkur um borð, sagði einn roskinn jaxl í hópnum. „Heyrðu skipstjóri, þú þekkir mig og veist að ég er nú gamalreyndur. Er ekki í lagi að ég taki að mér að fylgja dömunni og gera henni einhverja úrlausn?“ „Jú, ætli það ekki“ svaraði kapteinn- inn. Hópurinn hélt nú um borð og tók til við að næra sig á kræsingunum í matsalnum, og það var ekki liðin löng stund þegar „kavalerinn“ birtist og þar með voru allir mættir um borð. Næsta dag var reynt að fara í búðir til að gera góð kaup. En þar var nú ekki um auðugan garð að gresja. Það mátti heita að ekkert væri til sölu utan nauðþurftir. Það var svo skammt liðið frá stríðslokum að algeng framleiðsla iðnvamings var ekki komin á skrið. Helst var að eitthvað eigulegt fengist á fornsölum og í slíkri verslun keypti ég tvenn mokkastell og tvo silfurvasa, og eitt klarínett. Eg held að aðrir skipverjar haft keypt afar lítið. Nú var varið að búa sig af stað til heimferðar. Við höfðum komið með fullar lestar af fiski og honum hafði verið landað til sölu og nú var búið að fylla lestina af kolum. Eg sá að dallurinn var það siginn að það vatnaði yfír dekkið fyrir framan brúna þar sem við láum í „dokkinni“ áður en lagt var af stað. „Dokkinni“ var lokað með hlemm en talsvert hefur nú samt lekið meðfram þeim því að ég sá að mismunur flóðs og fjöm var meiri en á Islandi, jafnvel þó að hleramir væm lokaðir. A kvöldflóðinu var okkur hleypt út og nú hófst siglingin. Fljótlega fór veðrið að versna og var ansi slæmt alla leiðina heim. Þó slapp ég að mestu við sjóveiki, en þurfti að hafa nokkuð hraðann á við matborðið og flýta mér upp í klefa og leggja mig. Þá leið sjóveikitilfmningin ffá eftir dálitla stund og ég gat sest upp og gert eitthvað. Þegar leið á heimsiglinguna fannst mér ég vera orðin það sjóaður að mér væri alveg óhætt að sitja stund eftir matinn og spjalla við félagana. En það var ekki sérlega vel ráðið. Sjóveikin fór að gera vart við sig og ég rétt náði að komast í klefann minn áður en ég þurfti að skila matnum frá mér. Síðustu nóttina áður en land kom í augsýn, var veðrið alverst. Þá vaknaði ég einum þrisvar sinnum við það að ég eins og kýttist til fóta á bekkinn, en gat þó fljótlega lagað mig á bekknum, þegar skipið tók veltuna á hinn veginn. Morguninn eftir var flautað og ég beðinn um að koma upp í brú og reyna að ná sambandi með ljósamorsi við þýskan togara sem þeir sáu í grenndinni. Miðunarstöðin var nefnilega biluð og Heima er bezt 367
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.