Heima er bezt


Heima er bezt - 01.08.2008, Blaðsíða 83

Heima er bezt - 01.08.2008, Blaðsíða 83
allt Rogaland. Geirmundur hafði þá ekki lengur að neinu að hverfa í Noregi og neyddist til að ftnna sér aðra staðfestu. Þeir bræður slitu þá félagsskap sínum og Hámundur fór til Suðureyja og gekk þar í félagsskap með Helga magra, en Geirmundur sigldi með félögum sínum til íslands og hugðist nema þar land. Þegar þangað kom var land víða albyggt, svo að Geirmundur átti ekki margra kosta völ. En loks fann hann landspildu milli Búðardalsár og Fábeinsár á Skarðsströnd og byggði sér bæ undir Skarði og nefndi hann Geirmundarstaði. Hann var vel stæður höfðingi og hafði frá byrjun rausnarbú. En honum þótti landnám sitt of lítið á Skarðsströnd og of þröngt um sig. Af þeim sökum fór hann norður á Strandir og nam þar allt land frá Rytagnúp að vestan og norður til Homs og síðan þaðan austur til Straumness sunnan Barðsvíkur eða allt það land sem nú kallast Hornstrandir. Þarna stofnaði hann síðan ijögur stórbú. Eitt þeirra var í Aðalvík og gætti þess ármaður hans. Annað var í Kjaransvík og fyrir því var Kjaran, þræll hans. Hið þriðja var á Almenningum hinum vestari. Það varðveitti þrællinn Bjöm, sá er eftir daga Geirmundar varð sekur um sauðaþjófnað og af sektarfé hans varð landið almenningseign. Fjórða búið var í Barðsvík á Austur-Ströndum og þess gætti þræll hans Atli og hafði hann fjórtán þræla undir sér. Atli þessi þótti ódæll og hamrammur, en hafði til að bera mikla höfðingslund. Kom það berlega í ljós, þegar hann. tók við tjölda illra staddra manna sem brotið höfðu skip sitt undir hömmm miklum í illviðri norðarlega á Ströndum. Hafði hann fólk þetta hjá sér vetrarlangt og bað það engu launa vistina, því að eigi skorti Geirmund mat. En um vorið kom Geirmundur í heimsókn og þegar hann frétti af skipbrotsmönnunum spurði hann Atla hví hann hefði gerst svo djarfúr að taka að sér allt þetta fólk og halda því uppi langtímum saman á sinn kostnað. Atli svaraði þá: „Því að það mun uppi meðan Island er byggt, hversu mikils háttar sá maður mundi vera, að einn þræll þorði að gera slíkt utan hans orlofs.“ Geirmundur sagði þá: „Fyrir þetta tiltæki þitt skalt þú þiggja frelsi og bú þetta er þú hefúr varðveitt.“ Gekk þetta eftir og var Atli talinn mikilmenni um sína daga. Það var venja Geirmundar þegar hann reið milli búa sinna að hann hafði jafnan með sér flokk áttatíu manna og hafa trúlega allir verið undir vopnum, enda var hann vellauðugur af lausafé og átti ótölulegan fjölda kvikfjár. Sagt var að hann hefði falið mikið fé í Andarkeldu undir Skarði. Það sögðu vitrir menn á fyrri tíð að Geirmundur hefði verið göfúgastur allra landnámsmanna á Islandi. Fremur var hann friðsamur og kom lítt við deilur hér á landi. Hann var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Herríður Gautsdóttir og Ýr hét dóttir þeirra. Seinni konan hét Þórkatla Ófeigsdóttir og áttu þau dótturina Gerríði og soninn Öm. Geirmundur heljarskinn varð gamall maður. Hann andaðist heima á Geirmundarstöðum og var lagður í skip og síðan jarðsettur í skóginum út frá bænum. Lýkur þar með að segja frá þessum konungboma landnema á Skarðsströnd. Sneisafullt blað af talna- og stafaþrautunum vinsælu í því er að finna margvíslegar tegundir af Sudoku-gátum, einnig Kakuro samlagningargátur og ýmsar aðrar sniðugar rökþrautir. Skemmtilegar þrautir sem efla kapp og snerpu hugans Krossgátublaðið Frístund, sími 553-8200 Heimasíða: www.fristund.net • Netfang: fristund@fristund.net Heima er bezt371
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.