Heima er bezt


Heima er bezt - 01.08.2008, Blaðsíða 53

Heima er bezt - 01.08.2008, Blaðsíða 53
drenginn, og honum flugu bílamir í hug. Hann staulaðist á fætur og fór að hökta niður að aðalgötunni. Þar nam hann staðar og horfði ráðvilltur á umferðina. En hann gat ekkert vitað um Dengsa, þótt hann stæði þar og glápti. Þá var hann ávarpaður af konurödd: - Ert þú að bíða eftir einhverjum? Nei, ekki er það nú, en þú hefur víst ekki séð hann Dengsa? - Dengsa, hver er það? - Hann er í bláum buxum og stundum svörtum. Já, þær voru áreiðanlega svartar. Nei, hún hafði ekki séð Dengsa. Spurði svo, hvort hann væri afi hans. - Nei, nei. Við eram vinir, eiginlega fóstbræður. Gamlinginn hló. Svo varð hann alvarlegur á ný og spurði konuna, hvort hún héldi, að nokkurt slys hefði orðið á veginum. - Guð minn góður, sagði konan, — nei, en heldurðu það? Nei, hann hafði bara spurt si svona. En svo mátti konan ekki vera að því að tala meira við hann; hún var víst að elda mat. Gamli maðurinn rölti suður með veginum og spurðist fyrir um Dengsa. En það hafði enginn séð hann, eða réttara sagt, það þekkti hann enginn. Þá fór gamli maðurinn að áfella sjálfan sig íyrir það að hafa ekki spurt drenginn hvar hann ætti heima. Skelfíng gat maður verið orðið mikill auli, að inna ekki bamið eftir því. Þá hefði allt verið auðveldara. Svo gafst gamli maðurinn upp við leitina og rólaði heimleiðis. Þegar hann kom að hliðinu, beið hans þar lítil stúlka. - Ert þú vinur hans Dengsa, spurði hún. - Vinur hans Dengsa? Jú, jú, það stemmir. Hvar er hann, blessaður stúfurinn? Hann er þó ekki lasinn? - Nei, hann bað mig að skila kveðju til þín, því hann er farinn til útlanda með pabba sínum og mömmu. - Ó, já. Til útlanda. Gamla manninum fannst eins og sólin skini ekki eins glatt og rétt áðan. Hann ók sér. - O, já. Til útlanda? - Já, og hann kemur ekki fyrr en í vor. Hann bað mig að skila því til þín, að hann kæmi strax að finna þig, þegar hann kæmi heim aftur. Svo var hún þotin. Eftir þetta fannst honum vera komið haust. Hann fór minna út og aldrei lengra en niður að hliðinu. Hann þóttist ekki lengur kunna á læsinguna og lét sér nægja að staldra litla stund við grindina og tala nokkur hlýleg orð við vini sína, rimlana. Dagamir tóku að styttast smátt og smátt og loftið fór að verða svalara. Þá hætti gamli maðurinn að ganga út, Hann fór rétt sem snöggvast í leppana eftir hádegið. Nokkru seinna hætti hann að fara á fætur. Gigtin tók að hrjá hann, og hann gat ekki lengur haft fótavist. Þá komu þau með olíuvélina og köflótta teppið. Rúmið var fært undan glugganum, svo nú sá hann ekki lengur út í garðinn. Honum fannst hann skelfmg einmana. Og mikið var langt til vorsins. Hann fór að telja mánuðina á fingram sér. Það urðu fimm fingur, fimm mánuðir. 0, jæja. Allt tók enda. Það myndi vora eins og vanalega. Fyrst myndi hann heyra þegar dropamir færa að falla niður af ufsinni. Fyrst hægt og bara rétt yfír bjartasta daginn. En svo myndu þeir brátt halda áfram að sytra lengur og lengur fram eftir. Og að lokum féllu þeir látlaust allan sólarhringinn, hratt og þungt. Þá væri óhætt að taka köflótta teppið frá glugganum, svo að hann gæti séð bláan himininn. Næst yrði svo rúmið fært á sinn gamla stað undir stafnglugganum. Þá gæti hann risið upp og horft niður í garðinn. Fyrst í stað mundi hann vera grár. En eftir nokkra daga færi að örla á litlum, grænum nálum, sem teygðu sig upp úr moldinni. Já, blessaður nýgræðingurinn myndi brátt klæða gamla Frónið. Þá færu þeir að sleppa í sveitinni. Oldungurinn sat uppi í rúminu og reri fram í gráðið. Glærar og sinaberar hendur hans krepptust utan um pontuna. Það var orðið æði skuggsýnt úti, herbergið var myrkt. Tengdasonurinn gekk inn og kveikti loftljósið. Hann kastaði kveðju á gamla manninn og spurði, hvort hann ætti ekki að kveikja á olíuvélinni. Gamli maðurinn hélt áfrarn að róa fram í gráðið. Svo hætti hann því skyndilega, hallaði undir flatt, setti pontuna á nef sér og saug innihald hennar að sér, dæsti. - Eg veit ekki. Er mjög kalt hér inni? - Já, það er fremur svalt fmnst mér, sagði tengdasonurinn. - Jæja, er það. Eg fínn engan kulda. - Já, það er bara svalt finnst mér, endurtók tengdasonurinn. Hann hafði komið með olíu í flösku og var tekinn að hella henni á geymi vélarinnar. - Það er skömm, hvað ég eyði mikilli olíu frá ykkur, sagði gamli maðurinn. - Ha, olíu? Nei, nei, þú eyðir ekki mikilli olíu. Öðru nær. - Jú, víst eyði ég einhverju, víst geri ég það, tuldraði gamlinginn úti í horni. Það var farið að hvessa og stóð á gluggann. Köflótta teppið bærðist til, eins og fáni á stöng. Tengdasonurinn hafði lokið við að láta olíuna á geyminn og það var daufur þefur af henni í kompunni. Hann kveikti á vélinni. - Þetta er hálfgerður gannur, sagði tengdasonurinn. - Hún dugar, meðan ég tóri. - Eg ætla að reyna að fá nýja. - Vitleysa. Hún dugir mér. Tengdasonurinn virtist ekkert gefa orðum gamla mannsins neinn gaum. Hann stóð með olíuflöskuna í hendinni og leit í kringum sig í kompunni. - Er ekki vondur gusturinn frá glugganum? - Nei, ekki svo mjög, svaraði gamli maðurinn lágróma. - Það væri betra, ef það væri tvöfalt gler í glugganum, sagði tengdasonurinn. Heima er bezt 341
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.