Heima er bezt - 01.08.2008, Blaðsíða 21
reyta fýl og var fýlatekja bönnuð í kjölfarið um nokkurra ára
bil. Fýlaveikin hafði komið upp í Færeyjum nokkrum árum
fyrr og hafði fólk látist þar úr henni. Veikin sem oftast er
kölluð páfagaukaveiki (psittacosis) á fræðimáli, er afbrigði
af lungnabólgu. Hún er algeng í fuglum en þeir bera smitið
sem er baktería.
Hér á landi var fýlatekja á ofangreindu tímabili langmest
í Vestmannaeyjum og Mýrdal en einnig talsverð í Grímsey.
I Vestmannaeyjum gat fýlatekja að hausti numið 28 þúsund
fuglum. Fram að 1933 var hún lengstum 10-25 þúsund
fuglar á ári en eftir það tók að draga úr sókninni. Heimildir
eru um að á 19. öld hafi fýlatekjan í Vestmannaeyjum numið
56 þúsund fuglum eitt haustið. I Mýrdal var fýlatekja svipuð
tímabilið 1899 - 1939 og í Vestmannaeyjum. Samkvæmt
skýrslunum var hún þar mest árið 1898 þegar rúmlega 27
þúsund fuglar voru teknir. I Grímsey var fýlatekja miklu
minni eða á bilinu 2-5 þúsund fuglar á ári.
I ofangreindum upplýsingum úr hagskýrslum koma fram
tölur um fylatekju undir Austur-Eyjaijöllum árin 1897 -
1939 en á þeim tíma voru eiginleg vörp aðeins komin í
Drangshlíðarfjall og Kaldaklifsgil. Samkvæmt skýrslunum
var veiðin mjög misjöfn eða 100 - 1500 fuglar á ári og var
hún mest árið 1900.
Á ferðum okkar um fýlaslóðir í Rangárvallasýslu árið
1980 spurðum við menn um nytjar af fuglinum. Eins og
við var að búast var mest hefð fyrir fýlatekju undir Austur-
Eyjafjöllum þar sem vörp voru elst og mest af fuglinum.
Eiginleg fýlatekja þar sem sigið var eftir fuglinum lagðist
hins vegar af þegar fýlaveiðar voru bannaðar 1939. Hins
vegar var flugfýllinn veiddur áfram eftir að banninu var
aflétt. Var hann þá sleginn þar sem hann sat strandaður og
bjargarlaus eins og þorskur á þurru landi út um eyrar, tún
og engi eftir að hann yfirgaf bæli sitt og tók flugið til sjávar
í lok ágúst. Árið 1980 var flugfýll veiddur víða á bæjum
undir Austur- og Vestur-Eyjafjöllum en þegar kom upp í
Fljótshlíð fór ekki sögum af þeirri veiði. Undir Eyjafjöllum
og í Mýrdal er flugfýll sleginn enn þann dag í dag.
Gissur í Selkoti og fleiri góðir undir
Fjöllunum
Gissur Gissurarson bóndi í Selkoti undir Austur-Eyjafjöllum
fræddi okkur 1980 um fýlaveiðar þar í sveit á fyrri hluta
aldarinnar. Gissur var sigmaður við fýlatekju frá því um
1920 til 1930. Seig hann í Drangshlíðarfjall fyrir bæina í
Drangshlíð, Skarðshlíð og Drangshlíðardal, alls fimm heimili.
Farið var í fýl þegar liðnar voru 18 vikur af sumri (um 20.
ágúst). Drægist það flaug fuglinn af þegar menn komu að.
Gissur hafði ekki vað, aðeins sigaband, batt endann á því
utan um sig, milli fóta og aftur á bak. Bjargstokkur var aldrei
hafður á brúninni en víða var það gert. Fjórir hraustir menn
voru uppi á brún og sátu undir. Einn af þeim var stöðugt
á varðbergi og fylgdist með sigmanni. Gissur hafði alltaf
bandið um sig þegar hann fór um syllumar. Varp var oft
mjög þétt, sérstaklega í hellum. Eitt sinn drap hann 15 fýla
í sama hellinum. Unginn var yfirleitt vænstur þar sem bælin
voru í skugga móti norðri, inni í gjögrum eða í hvannstóði. I
bælum sem voru opin móti suðri og sól var unginn oft mjög
rýr eftir þurr og sólrík sumur. Rýran unga kölluðu menn
láka, dúnláka, grádúnaláka eða horláka, haft var á orði að
þetta væri „bölvaður horláki“.
Gissur tók aldrei sigalaun, en altítt var að sigamaður fengi
1 hlut. Fýlatekja í Drangshlíðarljalli stóð í 2 daga. Að jafnaði
komu 50 - 60 fýlar í hlut, þ.e. veiddir voru 300 - 350 fuglar.
Á Hrútafelli var einnig stunduð íýlatekja af mönnum þar og
var heildarveiði sennilega svipuð þar að mati Gissurar.
Fýllinn var reyttur, plokkaður mjög vel og allur dúnn
hreinsaður af honum. Sumir tóku upp á því að svíða hann
seinna. Síðan var fuglinn brotinn upp á bringunni og saltaður
í tunnur. Soðið og borðað fram á vor. Fiður af íýl var nýtt á
sumum bæjum af þeim sem fátækir voru og haft í sængurföt.
Menn er sváfu við fýlafiður lyktuðu, en væri fiður látið
hanga í pokum í nokkur ár hvarf lyktin smám saman. Var
fiðrið hengt upp í hellisgjögur sem blés vel um og látið
viðrast þar.
Tómas Magnússon bóndi í Efri-Skarðshlíð fræddi okkur
einnig um íýlatekjuna undir Austur-Eyjaljöllum. Hann var
fæddur í Steinum en var á Hrútafelli á árunum 1936 - 1950,
er hann flutti í Skarðshlíð. Tómas tók að fara í Kaldaklifsgil
(Hrútafellsmegin) með föður sínum fýrir 1925 og var þar
við fýlatekju fram til 1939 er hún lagðist af. Hann taldi
tekjuna hafa verið 300 - 400 fýla í meðalári, en man eftir
að meira en 400 fýlum eitt sumarið.
Farið var að taka flugfýl seinna oft um 50 fýla á hausti.
Man hann eftir að í eitt skiptið höfðu þeir 60 og þótti mjög
gott. Rauðafellsmegin var tekjan mun minni. Tómas sagði
að fýllinn framan í Drangshlíðarfjalli væru miklu lélegri en
fýllinn innan úr gili. Besti fýllinn hefði komið innan úr gili
eða af syllum þar sem skuggi var. Ungi af sólarsyllum gat
verið allt að þriðjungi léttari en sá er setið hafði í skugga.
Árið 1980 var fýlatekja lítil í Efri-Skarðshlíð miðað við það
sem áður var. Flugfýll var þá aðeins sleginn og saltaður,
tekið í 3 - 4 suóur, 20 - 30 fýlar að jafnaði. Óvenjumikið
var þó tekið haustið 1979 eða 101 ungi. Áður fýrr var þar
saltað í 2 tunnur, 200 - 300 fuglar.
Páll Magnússon bóndi í Steinum, bróðir Tómasar, sagði
okkur að flugfýll væri enn sleginn á flestum bæjum þar á
haustin, 50 - 60 að jafnaði, jafnvel meira. Hann áætlaði
að alls væru 200 - 300 fýlar slegnir á Steinabæjum. Páll
sagðist salta í eitt kvartél á hverju hausti. Jónas Hjörleifsson
bóndi á Rauðafelli tjáði okkur að flugfýll væri tíndur þar á
haustin. Farið væri austur í Kaldaklifsgil og unginn hirtur
þegar hann færi að fljúga. Höfðu þeir oft um 100 fugla
eftir daginn.
Þorvaldur Sigurjónsson bóndi í Núpakoti sagði okkur að
þar væru fáeinir tugir af flugfýl slegnir á hverju hausti og
hann borðaður nýr.
Guðmundur Guðmundsson bóndi á Núpi greindi okkur frá
því að eftir að fýll tók heima ofan bæja í Skálakrók og fór
að fjölga hefði flugfýllinn mikið verið sleginn fyrstu árin.
Sennilega á annað hundrað á bæ og líklega um 500 fuglar
alls á svæðinu milli Holtsnúps og Hvammsnúps. Fýllin var
reyttur, sviðinn og saltaður eins og tíðkaðist. Guðmundur
Heima er bezt 309