Heima er bezt


Heima er bezt - 01.08.2008, Blaðsíða 28

Heima er bezt - 01.08.2008, Blaðsíða 28
höfðinginn Georgios Papadopoulos og komið var á herstjóm. Hún varð kunn sem herforingjastjómin og kúgaði hún Konstantín II. konung til þess að viðurkenna hana. 13. desember 1967, hrinti konungurinn af stað gagnbyltingu en hún mistókst og flúði hann í kjölfarið, ásamt ijölskyldu sinni til Rómar í útlegð. Þegar svo herforingjastjórnin leið undir lok var konungsveldi ekki endurreist. Lýðræðisstjómin sem tók við hélt áfram hinu ólöglega lýðræði sem herforingjastjómin hafði komið á og stofnaði til þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1974, þar sem samþykkt var með 70% atkvæða gegn 30, að afinema konungsveldið. Staðan núna Allir meðlimir konungsijölskyldunnar búa erlendis í dag; Konstantín II og kona hans Anna-María drottning og ógift böm þeirra búa núna í London. Fjölskyldan heldur enn titlum sínum en eru ekki fulltrúar Grikklands á nokkum hátt, nema sem einstaklingar. Þau em engu að síður oft ávörpuð með konunglegum titlum sínum og boðið í athafnir annarra ríkjandi konungsljölskyldna. Þau geta, með samþykki dönsku ríkisstjómarinnar og krúnunnar komið fram sem full- trúar Danska konungsríkisins. Sem afkomendur í karllegg Kristjáns 9., Danakonungs, eru meðlimir fyrrum grísku konungsijölskyldunnar, prinsar og prinsessur Danmerkur. Þess vegna eru þau iðulega kynnt sem prinsar eða prinsessur Grikklands og Danmerkur. Anna-María Anna-María erprinsessa af Danmörku, fædd í Amalienborgarhöll í Kaupmannahöftl, 30. ágúst árið 1946 og var þá skírð íullu nafni Anna-María Dagmar Ingrid, prinsessa af Danmörku. Hún er yngsta dóttir Friðriks 9. Danakonungs og konu hans Ingiríðar. Guðforeldrar hennar vom afar hennar, Kristján 9. konungur Danmerkur og Gústaf 6. konungur Svíþjóðar, Bertil prins af Svíþjóð, Hákon 7. Noregskonungur, amma hennar Alexandrine Danmerkurdrottning, Marta krónprinsessa Noregs, Mary Bretlandsdrottning, Júlíana Hollands- drottning og Dagmar Danmerkurprin- sessa. l.febrúar 1963. Konstantín 2., konungur Hellena (sem Konstantín prins) og heitkona hans, Anna-María drottning Hellena (sem Anna-María prinsessa) á Akrópólis-hæð í Aþenu. Anna-María er yngri systir núverandi drottningar Danmerkur, Margrétar 2. Trúlofun og gifting Þegar Anna-María var 13 ára gömul árið 1959, hitti hún fyrst þann mann sem síðar átti eftir að verða eiginmaður hennar, frænda sinn í þriðja ættlegg, Konstantín krónprins af Grikklandi, prins af Danmörku, sem kom í opinbera heimsókn til Danmerkur ásamt foreldrum sínum Paul Grikklandskonungi og Fredriku drottningu. Þau hittust svo í annað sinn í Danmörku árið 1961, þegar þegar Konstantín lýsti því ýfir við foreldra sína að hann ætlaði að giftast Önnu-Maríu. Þau hittust aftur í Aþenu í maí 1962, við giftingu systur Konstantíns, Sophiu, sem var að giftast Juan Carlos Spánarprinsi og árið 1963, á aldarafmæli gríska konungdæmisins. A 50 ára afmœli Önnu-Maríu Grikklandsdrottningar, árið 1996. María Olympia Grikklandsprinsessa var kynnt fyrir blaðamönnum í fyrsta sinn við það tœkifæri. Hún er fyrsta barn krónprins Pavlos (f. 1967) og konu hans Marie-Chantal (f. 1968). Anna-María og Konstantín giftu sig 18. september árið 1964 (tveim vikum eftir 18. ára afmæli Önnu-Maríu) í Mitopolis, grísku rétttrúnaðarkirkjunni í Aþenu. Sem drottning Grikklands eyddi Anna- María miklu af tíma sínum í að vinna að góðgerðarmálum hjá góðgerðarstofhun sem hét „Sjóður hennar hátignar“ og vann aðallega að aðstoð við fólk í afskekktum héruðum Grikklands. í desemberárið 1967 reyndi eiginmaður Önnu-Maríu, Konstantín konungur gagnbyltingu, eins og áður greinir, gegn herforingjastjóminni, sem hann hafði verið neyddur til að viðurkenna nokkm áður. Gagnbyltingin mistókst og Anna- María og fjölskylda hennar urðu að flýja til Ítalíu. I kjölfarið á þessu missti Anna-María fóstur. Fjölskyldan bjó í 2 mánuði í gríska sendiráðinu og síðan næstu fimm árin í húsi í úthverfi Rómar. Árið 1973 lluttu þau til Englands. Þar bjuggu þau fyrst í Chobham í Surrey en fluttu seinna til úthverfisins Hamstead í London, þar sem þau bjuggu allt þar til gríska stjómin samþykkti að skila ijöldkyldunni, fyrmrn sumardvalarstað 316 Heima er bezt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.