Heima er bezt - 01.08.2008, Blaðsíða 88
Það ríkti eins konar þögult vopnahlé milli hjónanna eftir
þessa helgi. Úlli minntist ekki á fyrri atburði og var fáskiptinn
og þögull eins og Andrea hefði gert eitthvað á hluta hans.
Hún galt í sömu mynt. Þó kom að því að hann sagði henni
að hann væri búinn að lofa Gústu risíbúðinni.
„Án þess að spyrja mig?“ sagði Andrea. „Er ég ekki eigandi
þessa húss og annars sem við lifum á hér?“
„Það er nú það minnsta sem hægt er að gera til að hjálpa
Gústu með húsnæði. Vertu nú sanngjörn,“ sagði Úlli
„Vogarðu þér að tala um sanngimi við mig. Þú lætur
eins og kvenmaðurinn sé munaðarlaus og eina manneskjan
á landinu sem eigi von á barni. Hvað með mig og okkar
afkvæmi. Þú hugsar ekki svona stíft um okkur. Þvi ætti ég
að láta Gústu í té allt til alls. Mér kemur þessi kvenmaður
ekkert við, ekki þér heldur, hefði ég haldið. Þú ert kannski
búinn að skenkja henni íbúðina með húsgögnunum mínum
og öllu saman. Ég held þið séuð biluð, bæði tvö og það
ekkert smávegis.“
„Það er naumast að þú hvessir klæmar.“
Úlli var sótsvartur af vonsku og æddi að útidymnum.
„Reyndu bara ekki að snúa hlutunum við Úlfljótur
Hermannsson,“ kallaði Andrea á eftir honum. „Þú hefur
aldrei verið sannleikskær. Þú ert veiklundaður, drykkfelldur og
bara algjör vesalingur og þið Gústa eruð því alveg samvalin,
en_þið verðið ekki hér til heimilis saman.“
Ognandi sneri Úlli sér við, tók um axlir Andreu, hristi hana,
sló hana utan undir og hrinti henni svo aftur á bak svo hún
fékk hurðarhúninn beint í hrygginn. Hún hljóðaði upp yfír
sig af sársauka, en Úlli hentist út og skellti á eftir sér svo
allt lék á reiðiskjálfi. Andrea hné grátandi niður á gólfíð.
Aldrei gæti hún komið nálægt manni sínum eftir þetta.
12. kafli
Á heimili Gabríels og Mörtu ríkti algjör ringulreið. Gústa
grenjaði af vonsku. Marta stóð ráðþrota og neri hendumar inn
í svuntunni sinni en Gabríel reifst og skammaðist. Tilefnið
var það að Gústa sagðist vera að flytja heim til Úlla. Andreu
minntist hún ekki á. í augum þeirra sómakæru hjóna, var
ólán dóttur þeirra meira en þau með góðu móti gátu borið.
Gabríel sagði í gremju sinni að þetta framferði væri úr Mörtu
ætt. Það hafði víst ekki verið allt í sómanum á þeim bænum.
Ekki væri svona lífsmáta til að dreifa hjá hans fólki. Þó
leitað væri með logandi ljósi, fyndist þar hvorki blettur né
hrukka og hana nú.
Og nú ætlaði Gústa að bæta gráu ofan á svart með því
að flytja heim til Úlfljóts Hermannssonar og setjast að í
íbúð konu hans, sem væri, eftir því sem Gústa segði, systir
bamungans sem hún bæri undir belti.
„Hálfsystir,“ snökti Gústa og lá við að hún væri farin að
trúa því sjálf.
„Við eigum okkur ekki uppreisnar von hér eftir. Ég,
meðhjálparinn, að þurfa að upplifa annað eins á gamals
aldri,“ þusaði Gabríel.
„Hvað skyldi hann séra Gunnólfur segja,“ stundi Marta,
„ætli hann vísi okkur bara ekki úr söfnuðinum. Þvílíkt og
annað eins.“
„Séra Gunnólfur,“ sagði Gústa fyrirlitlega. „Honum ferst
nú. Káfandi á lærunum á manni í hvert sinn og hann kemst
í færi.“
„Guð fyrirgefí þér, að tala svona um hann séra Gunnólf,“
sagði Marta, yfirkomin af heilagri vandlætingu.
„Ég er farin að pakka niður,“ sagði Gústa ákveðin og
stóð upp.
„Ekki færðu hjálp írá mér,“ sagði faðir hennar
vonskulega.
„Við skulum fá okkur kaffí og hressa okkur. Þetta lagast
kannski allt þegar bamið er fætt. Það er nú oft þannig,“
sagði Marta vongóð.
„Góða mamma, er ekki allt í himnalagi?" sagði Gústa
kuldalega og fór niður.
Það ætlaði allt að ganga samkvæmt áætlun hjá henni.
Henni hafði þó brugðið illilega þegar hún komst að því að
Keli á Kríunni hafði gert hana ólétta. En þá eygði hún nýja
og óvænta leið út úr ógöngunum. Gústa hló með sjálfri sér.
Angakarlinn hann Bjöm hefði ekki getað hrokkið upp af á
heppilegri tíma. Engan myndi gruna Kela, þó krakkinn yrði
eldrauðhærður, svo var hári hennar sjálfrar fyrir að þakka.
Vonandi líktist hann ekki föðumum að öðm leyti.
Andreu fannst hún ekki vera með sjálfri sér og allt sem
í kring um hana var væri óraunverulegt. Hún var farin að
fá hræðsluköst upp úr þurru og það var ekki bara Úlli sem
hún óttaðist. Hún var hrædd við svo margt í framtíðinni. í
spegli hafði hún séð stóra marblettinn á bakinu á sér og hún
skammaðist sín þegar hún fór í skoðun á heilsugæsluna og
læknirinn hafði spurt hana hvað hefði gerst.
„Ég rak mig á,“ sagði Andrea bara og læknirinn hafði
litið rannsakandi á hana og sagt:
„Þú verður að fara varlega vinan og segja mér ef eitthvað
amar að hjá þér.“
Þá vissi hún að hann grunaði eitthvað.
Hún hafði tekið stóra ákvörðun og vonaði að hún yrði
nógu sterk til að framfylgja henni. Hún ætlaði sjálf að flytja
upp í risið, „svítuna hennar Andreu“ og þegar Gústa birtist
yrði að ráðast hvað gerðist. Hún var ákveðin í að búa ekki
framar með Úlla að öllu óbreyttu og Gústa skildi aldrei fá
yfírráð yfír risíbúðinni. Allt í einu sá hún skoplega hlið á
hugsunum sínum og hún lét eftir sér að hlægja hjartanlega,
það hafði hún ekki getað lengi. Hugsa sér ef Gústa flytti
inn til Úlla niðri, þá kæmist hann að því hvað hún væri
ákjósanleg í sambúð og hvað myndi hann vilja teygja sig
langt til að þóknast henni? Þetta gæti verið það allra besta,
að lofa honum að annast um Gústu í óléttustandinu. Sanni
vinurinn, Úlfljótur Hermannsson. En uppi í sinni „svítu“
skyldi hún sjálf vera, hvernig sem allt veltist.
Hún flýtti sér sem mest að taka allt af sínum persónulegu
munum, fötin sín, rúmfatnað og eldhúsáhöld, meira að segja
rogaðist hún með sjónvarpið og myndbandstækið upp, tröppu
af tröppu og var þá að niðurlotum komin. Hún fann til
öryggis þarna undir súðinni og fannst allt fagna sér og bjóða
376 Heima er bezt