Heima er bezt


Heima er bezt - 01.08.2008, Blaðsíða 15

Heima er bezt - 01.08.2008, Blaðsíða 15
í Rangárvallasýslu Fýll er mjög algengur varpfugl í björgum við sjó allt í kringum landið og víða hefur hann einnig sótt inn til landsins með hömróttum ijöllum og giljum. Fýllinn er þó hálf ósjálfbjarga þegar kemur upp á land, getur vart fótað sig á þurru landi og flýgur ætið út til sjávar til að sækja sér æti. Hann er mikill flugfugl sem fer vítt um og nýtir vindinn á ferðum sínum. Þótt fýllinn sé mjög algengur í dag hefur ekki alltaf verið svo. Fuglinn á sér mjög merkilega útbreiðslusögu bæði hér á landi og í norðanverðu Atiantshafí þar sem hann jók útbreiðslu sína og fjölgaði gífurlega á 19. og 20. öld. Ekki er ósennilegt að þessi aukning hafí að einhverju leyti tengst vaxandi útgerð á hafínu á þessum tíma og framboði á æti. Að uppruna er fýllinn hánorrænn fugl sem fyrr á öldum átti sín meginheimkynni og varpstöðvar langt norðan Islands. 1 dag verpir hann hins vegar austan hafs allt suður til Frakklands og vestan hafs til Nýfundnalands í Kanada. Breski fuglafræðingurinn James Fisher skrifaði merka bók um fýlinn og útbreiðslusögu hans í Norðaustur Atlantshafi sem kom út árið 1952. Er þar meðal annars fjallað um sögu fýlsins hér á landi, nytjar af fuglinum og útbreiðslu til þess tíma. A fyrri hluta 17. aldar er aðeins vitað til að fýll hafi verpt í Kolbeinsey og Grímsey hér við land. Um miðja 18. öld færir hann sig hins vegar suður á bóginn og tekur að verpa í Vestmannaeyjum og Eldey. í Vestmannaeyjum fjölgaði fuglinum ört og byrjuðu menn þar fljótt að nýta hann til matar. A 19. öld tekur fýll heima í Mýrdal, fyrst við Höfðabrekku um 1820, í Hjörleifshöfða um 1835 og í Víkurhömrum um 1840. Er það fyrsta varp fuglsins á meginlandinu. Eins og í Vestmannaeyjum fjölgaði fúglinum þar ört, útbreiðslan jókst og tóku menn að nýta hann. Um 1860 fer fýll að verpa undir Fjöllunum og var það í hömrunum framan í Drangshlíðarfjalli. Þar með hafði fýllinn numið land í Rangárvallasýslu. Mikil aukning fýlsins á undanförnum öldum er merkileg í ljósi þess að hann er ekki frjósamur fugl. Erlendar rannsóknir hafa leitt í ljós að fýlar taka fýrst að verpa þegar þeir hafa náð um 9 ára aldri. Aðeins einu eggi er verpt árlega og ef allt gengur áfallalaust fýrir sig flýgur einn ungi úr hreiðri að hausti. Fýllinn er hins vegar mjög langlífur, hann nær að jafnaði um 45 ára aldri og verpir langt fram eftir ævinni, en afföll fullorðinna fugla eru mjög lág. Skýrir þetta að hluta góða viðkomu og mikla aukningu stofnsins. Frá Skotlandi í Rangárþing Haustið 1979 flutti ég ásamt fjölskyldu minni til Hvolsvallar eftir að hafa ráðið mig til kennslu við Hvolsskóla. Á Hvolsvelli Heima er bezt 303
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.