Heima er bezt


Heima er bezt - 01.08.2008, Blaðsíða 89

Heima er bezt - 01.08.2008, Blaðsíða 89
sig velkomna. Eiginlega var þetta meira heimilið hennar en niðri. Hún vann ötullega allan daginn við að koma því upp sem hún lifandi gat. Hún vissi að það yrði ekki betra tækifæri til þess síðar. Hún gat ímyndað sér viðbrögð Ulla og Gústu við þessum breytingum á áætlunum þeirra. Hún var orðin úrvinda af þreytu og taugaspennu og komin með svima þegar hún lét loks eftir sér að hætta. Hún tók matinn úr ísskápnum, niðursuðuvörumar úr búrinu og ýmislegt góðgæti sem hún geymdi þar. Allt skyldi upp. Þau gátu þá byrjað á því að kaupa sjálf handa sér að éta. Kaupa, það var nú það. Þar sem Ulli var verslunarstjórinn yrði auðvitað allt tekið út í búðinni eða tekið í búðinni réttara sagt. En Gústa skyldi ekki fara að vaða í birgðimar á hennar heimili, ef hún gæti hindrað það. Kannski gæti hún hindrað margt fleira. Þeim skildi ekki verða kápan úr því klæðinu að keyra alveg yfir hana. Peningaáhyggjur þurfti hún ekki að hafa og meira að segja gat hún sagt Gústu og Úlla upp vinnunni ef því var að skipta. Hún hafði meiri ráð í hendi sér en hún hafði áttað sig á. Allt var hennar eign. ALLT. Peningar, hún tók viðbragð og flýtti sér niður aftur. I læsta skrifborðskúffu hafði hún látið bankabækur og ávísanahefti og nokkur hlutabréf. Innst í leynihólfi, sem hún hélt bara fyrir sig, mest af því að henni fannst spennandi að nota leynihólf, voru nokkur umslög. Hvert þeirra var með allvemlegri upphæð í peningaseðlum. Þar var líka ávísanaheftið sem hún notaði lítið og ýmsir persónulegir pappírar. Vegabréf, giftingarvottorð og fleira. Hvar vom lyklarnir? Hún vissi að Úlli hafði farið í skúffuna fyrir helgina, að nálgast peninga sem hann þurfti að nota en hvar hafði hann sett lyklana? Skjálfhent gáði hún ofan í allar skúffúr, í hillumar í borðstofuskápnum, ofan í vasa og krúsir. Engir lyklar. Loks þegar hún var komin með kvíðaverk í magann af áhyggjum yfir að Úlli kæmi inn úr dyrunum þá og þegar, rak hún augun í klukkuskápinn, sem hékk í holinu. Þegar hún opnaði hann andvarpaði hún af feginleik. Þarna lágu lyklarnir. í einum hvelli opnaði hún skúffuna og tók allt sem tilheyrði hennar fjármálum. Það stóðst á endum að þegar hún var búin að læsa og lögð af stað upp stigann, heyrði hún Úlla ganga upp tröppumar. Hún hafði skilið eftir nokkrar línur á blaði á eldhúsborðinu: „Ég er farin ffá þér, að minnsta kosti um óákveðinn tíma. Flutti upp í risið mitt. Andrea.“ Skömmu síðar heyrðist fótatak í stiganum og það var lamið á dyrnar. Aftur helltist kvíðinn og skelfingin yfir Andreu. Það var lamið harkalegar en fyrr. „Opnaðu Andrea, ég veit að þú ert þarna,“ hrópaði Úlli. „Hvað viltu?“ spurði hún fyrir innan dymar án þess að opna. „Hvað á þetta að þýða að rjúka upp í ris. Ég var búinn að segja þér að Gústa væri að flytja inn í kvöld.“ „Þú ræður engu um það. Hingað flytur enginn nema með mínu leyfí,“ sagði Andrea og undraðist hvað hún var róleg. „Þú ert meiri vandræðagripurinn. Hvað á ég svo að segja Gústu?“ Andreu fannst sem snöggvast að Úlli myndi vera hálf ráðvilltur á þessari skyndilegu fyrirstöðu. Hún gat nú ekki að sér gert sjálfri sér til undrunar og fór að hlæja. „Segðu henni að halda sér frá mér og mínum eigum og fara svo norður og niður.“ Svo gekk hún frá hurðinni. Hún gekk út á svalimar og teigaði að sér hressandi vorloftið. Hún fann bamið bylta sér í sínu hlýja hreiðri og hugsaði: „Anginn minn. Við verðum að spjara okkur ein, eins vel og við getum. Það er svo stutt þar til þú kemur í heiminn, en þrátt fyrir allt ertu svo innilega velkominn.“ Hún var ákveðin í að eiga barnið á Heilsugæslustöðinni í Litlu-Vík. Þar var rúm fyrir þrjár sængurkonur og hún treysti fólkinu fyllilega. Ef Berta hefði verið í Reykjavík hefði hún kannski farið þangað, en Berta var nú komin í aðra heimsálfu, þeim báðum til mikillar undrunar. Henni hafði tekist að hafa upp á hálfsysturinni í Kanada og þá héldu þeim engin bönd að hittast. Berta hafði drifið sig af stað, því hún var heilsubetri en systirin og í síðasta bréfi hafði hún sagst ætla að vera árið og kannski lengur hjá henni. Þeim féll svo dæmalaust vel saman og Berta sagði að þær væru svo líkar, næstum eins og tvíburar og hvorug hafði gifst. Andrea var búin að undirbúa sig vel fyrir fæðingu bamsins. Hún hafði meira að segja látið panta vögguna og nú stóð hún í litla svefnherberginu í risinu með rúmfötunum og blúnduhimninum og beið, eins og hin verðandi móðir. Allar skúffur hvítu kommóðunnar vom fullar af fallegum ungbamafatnaði og í lítilli tösku vom sloppur, náttkjólar og snyrtivörur að ógleymdum inniskónum, sem voru bleikir, loðnir og dúnmjúkir. Þeir voru gjöf frá Bertu í Manitoba ásamt ljósgrænu og gulu handhekluðu bamateppi. Andrea hrökk upp úr hugsunum sínum við að flutningabíll stoppaði við húsið. Hún heyrði gjallandann í Gústu sem var að skipa bílstjóranum, bróður sínum að bera hafurtask sitt upp tröppurnar. Andrea stóð kyrr á svölunum til að heyra hvað fram færi. Úlli kom út og talaði í lágum hljóðum við Gústu, sem umhverfðist alveg og brýndi raustina svo heyrðist bæði vel og víða. „Ég ætla að láta þig vita það, Úlfljótur Hermansson, að þetta em þau verstu svik sem mér hafa verið sýnd og er ég þó ekki lífsreynslulaus manneskja, eins og þú veist. Hér er ég komin með allt mitt og þá bara viltu að ég fari heim aftur. Nei takk! Hingað er ég komin og hér ætla ég að vera. Komist ég ekki upp, verð ég bara niðri hjá þér og ekki orð um það meir. Jossi, stattu ekki þama eins og þvara. Berðu dótið inn á stundinni." Andrea heyrði að Úlli sagði eitthvað og það var áreiðanlega ekki Guðsorð sem hann var með á vörunum, svo þrammaði hersingin inn í húsið. „Jæja þá ertu búin að fá draumadísina til þín, til hamingju,“ hugsaði Andrea. Henni fannst hún vera eitthvað svo köld og kæmlaus fyrir þessu öllu. Heima er bezt 377
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.