Heima er bezt


Heima er bezt - 01.08.2008, Blaðsíða 87

Heima er bezt - 01.08.2008, Blaðsíða 87
„Viltu ekki drífa þig með okkur á ballið?“ „Nei,“ sagði Andrea. „Úlli hefur ekki minnst á að ég kæmi með. Hann vill ábyggilega vera frjáls og án mín.“ „Ég held að mannandskotinn sé endanlega bilaður,“ sagði Omar. „Hvað er hann að hugsa að fara svona að ráði sínu. Það er meiri fjárans galdramerin, hún Gústa. Ég hefði aldrei að óreyndu trúað þessu. Þú veist auðvitað hvað hún er búin að breiða út um sig og pabba þinn sáluga?“ „Já og nei,“ sagði Andrea, stóð upp og gekk að glugganum til að hylja tárin. Omar gekk til hennar og strauk henni um vangann. „Hertu þig upp Andrea mín. Þú átt að minnsta kosti mig fyrir vin og fleiri í þorpinu en þú veist um. Það verður ekki þú sem bíður ósigur í þessum málum hvemig sem allt fer.“ I sama bili kom Úlli askvaðandi inn, óstöðugur á fótunum. „Hvað sé ég, ert þú komin með vemdara upp á síðuna,“ sagði hann þvoglumæltur við Andreu. „Góði Ómar, komdu og fáðu þér í glas, í staðinn fyrir að vera að krunka utan í væluskjóðunni konu minni.“ „Drífðu þig maður,“ drafaði nú kvenmannsrödd í dyragættinni. „Ætlarðu ekki að koma með blandið Úlli.“ Gústa studdi sig við dyrastafmn með annarri hendi en hélt hinni á útstæðum maganum. Hún var mikið sverari en Andrea. Hún horfði illgimislega á Andreu og hélt áfram. „Þú ert alveg hætt að sjást Andrea. Heldurðu að öll vandamál hverfi ef þú stingur höfðinu í sandinn eins og strúturinn?“ Svo hló hún hrossalega og slagaði inn í stofuna. „Við emm að fara,“ sagði Úlli og virti Andreu ekki viðlits. „Kemurðu Ómar?“ „Kannski á eftir, viltu að ég sé hjá þér svolítið lengur, Andrea? Mér leiðist að skilja þig eina eftir.“ „Nei,“ sagði hún. „Farðu með hinum, þú getur ímyndað þér sögumar, þegar Gústa fer að breiða út að þú hafir orðið eftir hjá mér.“ „Já, það er satt.“ Svo kyssti hann hana snöggt á vangann og fór. Skömmu síðar heyrði Andrea að hersingin fór út og hurðin skelltist á eftir þeim. Hún fór ekki inn í stofúna, gat ekki hugsað sér að fara að taka glös og öskubakka strax. Hún gekk rakleitt inn í svefnherbergið, læsti hurðinni og háttaði í myrkrinu. Hún lá lengi vakandi og margvíslegar hugsanir gengu berserksgang í höfði hennar. Hvað átti hún að gera. Ástandið var orðið óþolandi. Þau sem vom svo til nýgift. Hún kveið fyrir heimkomu Úlla. Hann varð oft svo viðskotaillur með víni, nú orðið. Hún hlaut að hafa blundað, því hún hrökk upp við bölv og formælingar. Svo var byrjað að lemja á dymar. Úlli skipaði henni að opna með allskonar orðbragði og svívirðingum. Andrea kúrði upp við höfðagaflinn á rúminu með sængina dregna upp að höku. Henni var þungt um andardrátt af skelfingu. Hvað myndi hann gera ef hann bryti upp hurðina og kæmist inn. Engin hjálp nærri. „Góði Guð, hjálpaðu mér. Pabbi hjálpaðu mér,“ bað Andrea í hljóði. Enn var lamið og sparkað í hurðina. Andrea lokaði augunum, hún var að missa stjóm á sér af hræðslu. Þá heyrði hún einhvem tala frammi. „Úlli, gamli skröggur, ætlarðu að brjóta hurðina eða hvað?“ Þetta var rödd Ómars. „Hvem andskotann ert þú að vilja?“ spurði Úlli. „Ég er að heimsækja þig, þú skildir eftir opið út á hlað,“ svaraði Ómar. „Og ég er að reyna að komast inn í mitt eigið svefnherbergi til að tala við Andreu. Það þarf að kenna henni mannasiði. Hún var eins og dóni við gestina. Gústa grét yfir því í kvöld hvað hún var andstyggileg við hana.“ „Svona hættu nú,“ sagði Ómar. „Ég heyrði Andreu ekki segja eitt einasta orð við Gústu svo ekki getur Gústa grenjað yfir því.“ „Já, þú skilur, það var það sem var svo leiðinlegt fyrir Gústu, sem er að koma í fyrsta skipti í vinarheimsókn. Aumingja Gústa, að verða fyrir svona framkomu. Andrea ætti að vera búin að bjóða henni alla hugsanlega aðstoð. Nú ætla ég að bæta úr því og Gústa flytur í risíbúðina eftir helgina. Ég ætla sko að ráða því sem ég vil ráða á mínu eigin heimili.“ Ómar var alveg orðlaus. Eftir smástund langaði hann þó til að segja heilmikið, en fann að það var víst ekki það skynsamlegasta eins og á stóð. Þá tók hann eftir því að vanginn á Úlfljóti var rauður og upphlaupinn. „Hvað kom fyrir andlitið á þér?“ spurði Ómar. „Andlitið á mér? Það er nú saga að segja frá því. Allt henni Andreu að kenna. Ekki það að mig langi neitt til að skilja við hana og taka hana Gústu í staðinn. Það yrðu nú ýmis viðbrigði, get ég hugsað, ekki síst peningalega. Mig langar ekkert í hana Gústu, þannig lagað séð. Ég fýlgdi henni auðvitað heim vegna hennar ástands. Kemur ekki Gabríel gamli kolvitlaus, rekur Gústu inn og segir að hún sé eins og gleðikona, búin að leiða smán yfir Gabríelsættina eins og hún leggi sig og rekur mér þennan líka löðrunginn, maður. Heldurðu að það séu nú móttökur. Allt Andreu að kenna. Hún var sko ekki að sýna kurteisi og tala við stelpugreyið." „Komdu, ég skal hjálpa þér í rúmið,“ sagði Ómar og studdi sinn gamla félaga inn í gestaherbergið. Úlfljótur Hermannsson hreyfði engum mótmælum og steinsofnaði um leið og hann lagðist út af. Eftir smástund bankaði Ómar á hurðina hjá Andreu, sem var fljót að opna. „Mikið er ég fegin að þú komst. Hann hefði gengið að mér dauðri ef hann hefði komist inn,“ sagði Andrea titrandi. „Svona, svona, nú er allt komið í ró og spekt. Hann vaknar ekki fyrr en einhvem tíma á morgun. Farðu nú aftur upp í og reyndu að sofna.“ „Ég get ekki sofnað strax,“ sagði Andrea. „Ég skal hita handa okkur kaffisopa.“ Þau sátu í eldhúsinu og spjölluðu lágt saman. Andrea trúði Ómari fyrir öllu sem íþyngdi henni og nú skildi hann margt sem áður var á huldu. Andrea fann að hún gat treyst Ómari og henni varð léttara um aumt hjartað eftir samtalið. Það var farið að birta af degi þegar hann kvaddi hana og sagðist hafa samband. Andrea fór aftur inn í svefnherbergi og innan stundar svaf hún vært. Heima er bezt 375
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.