Heima er bezt


Heima er bezt - 01.08.2008, Blaðsíða 20

Heima er bezt - 01.08.2008, Blaðsíða 20
hins vegar 8.070 og reyndist það vera langstærsta varpið. Austan Drangshlíðartj al ls voru vörp minni og dreifðari. Við Skógafoss voru 144 pör, í Kvemugili austan Skóga 766 pör, í Dalárgili 145, Hofsárgili 218, Þurragili, Fjallgili 541 og í Jökulsárgili voru pörin 186. Vestan Kaldaklifsgils var áætlað að 435 pör væru í dreifðum vörpum í öllu Raufarfelli, austan frá Rauðafellsheiði og suður og vestur um fellið inn í Raufarfellsheiði á móts við Seljavallalaug. Inn af Seljavöllum voru 846 pör í fjórum vörpum og var það stærsta í Laugarárgili þar sem pörin voru 727.1 Lambafelli sem stendur stakt framan í dalnum á milli Raufarfells og Steinaíjalls, var lítið varp með 130 pörum. Næsta varp vestan Lambafells árið 1980 var í giljum með Svaðbælisá og hamri þar framan við að austan. Þar vom alls 1031 varppör og var meirihluti þeirra í suðurgilinu eða 662. í Steinafjalli var mikið varp, frá Núpakotsdal suður um Núpinn, vestur með Steinum og Varmahlíð, út í Holtsnúp og vestur með honum inn til Holtsheiðar inn undir Holtsgil. Á þessu svæði var áætlað að varppör væru alls 4990. Inni í Holtsgili, sem greinist í Þrengsli, Tungugil eystra og Tungugil vestra, var einnig mikið varp og var áætlað að þar væru alls 3122 pör. I Brattaskjóli við Moldnúp var lítið varp með 34 pörum. Við Ásólfsskála voru vörp í Miðskálagili þar sem voru 624 pör og Miðskálaegg með 292 pör. Þar vestur af var síðan samfellt varp frá írá ofan Ystaskála vestur um Hvammsnúp og út hamrabeltið ofan Sauðhúsvallar og Fitja, allt til Seljalands þar sem því sleppir ofan Seljalandsskóla. Þar reiknaðist okkur til að væru alls 5805 pör, en af þeim voru 459 við írá, 1995 ofan við Núp aö nefi Hvammsnúps og 3351 pör þaðan og vestur að hamraenda í landi Seljalands. I klettum við Seljalandsfoss og Hamragarða að Kattarnefi voru síðan 453 pör. Næsta varp norðan Kattamefs var í Stóra-Dímon og var þar lítið varp með 82 pörum. Inn með Markarfljóti voru misstór, stök vörp inn til Þórsmerkur. Á svæðinu frá Sauðhömrum utan við Merkurker og inn að Smjörgili inn undir Gígjökli var áætlað að væru alls 2350 pör en af þeim voru 1048 inni í Merkurkeri. í hausunum á milli Steinsholts milli Gígjökuls og Steinsholtsjökuls voru 76 pör. Þar fyrir innan var 351 par í Stakkholtsgjá, 690 pör í Hvannárgili, 68 pör í Réttarfelli og Hatti. Norðan Krossár í hinni eiginlegu Þórsmörk voru lítil vörp í Valahnúk þar sem voru 37 pör og í Búðarhamri liðlega 5 km innar en þar voru 25 pör. Norðan Þórsmerkur var stjált varp í Markarfljótsgljúfri Ljósm.: B.M. frá Bjórgili á Almenningum, inn íyrir Syðri-Emstruá að Svartakróki á Emstrum. Áætlaður fjöldi varppara var 128 en af þeim voru 57 við Bjórgil og 47 við Fremri-Emstruá. Með Gilsá vestan Markarfljóts voru 150 pör og voru flest þeirra eða 131 neðan Hestagils, 18 pör voru ofar við ármót Vestri- og Eystri Botnár og 1 par var uppi í Hitagilsbrún sem er þar upp af. I Þórólfsárgili þar sem elsta og stærsta varpið var í Fljótshlíð var áætlað að varppör væru 653.1 Maróará voru pörin 107 og 40 í Bleiksárgljúfri og nágrenni þess. I litlu varpi við Árkvörn voru 8 pör, 20 við Eyvindarmúla og 53 pör í tveimur litlum vörpum ofan við bæina í Múlakoti. Við Merkjá var nokkru stærra varp með 101 pari og í Hlíðarendakoti voru 152 pör í varpi ofan við Þorsteinslund og 3 pör vestan bæjarins. Er þá komið að vestustu vörpunum sem könnuð voru en bæði voru þau lítil. í Flókastaðagili voru 14 pörog 19 í Skútugili í Vatnsdalsljalli. Nytjar af fýlnum Fyrrum nýttu menn fýlinn eins og flesta aðra sjófugla sem verpa í þéttum byggðum. Það var unginn, fýlungur, sem var gripinn á bælinu, áður en hann flaug í lok ágúst. Egg fýlsins voru lítið tekin, enda verpir fuglinn aðeins einu eggi og yfirleitt ekki öðru ef hann er rændur. Eitthvað var um að fullorðinn fýll væri háfaður að vetrarlagi en sú tekja var lítil í samanburði við fýlungatekjuna. í bók James Fisher frá 1952 um fýlinn, er m.a. að finna upplýsingar úr hagskýrslum um fýlatekju á íslandi frá 1899 til ársins 1939 er hún lagðist af aö mestu af vegna fýlaveikinnar sem kom upp í Vestmannaeyjum. Veiktist fólk sem hafði verið að Selvaðsfoss inn af Kvernu við Skóga. Fýll var talinn með Kverná 1980 og aftur var farið með gilinu 2008 en þá reyndist varp vera í svipuðu horfi og áður. Hundurinn Pjakkur var húsbónda sínum til fylgdar í seinni ferðinni og sýndi fýlnum mikinn áhuga. 308 Heima er bezt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.