Heima er bezt


Heima er bezt - 01.08.2008, Blaðsíða 17

Heima er bezt - 01.08.2008, Blaðsíða 17
Drangshlíðarfjall undir Eyjafjöllum, en þar byrjaði Jyll fyrst að verpa í Rangár\>aUasýslu um 1860 ofan við bceinn í Drangshlíð. sem hafði mikinn áhuga á fuglum og slóst hann í lið með mér sumarið 1980. Hófum við ferðir okkar og skráningar í lok maí og vorum að fram í júlí. Fórum við um austurhluta sýslunnar frá Argilsstöðum í Hvolhreppi, um Fljótshlíð allt inn í Markarfljótsgljúfur, um Þórsmörk út til Eyjafalla og austur með þeim að sýslumörkum við Jökulsá á Sólheimasandi. Nokkrir aðrir komu að þessum skráningum og léttu okkur stundum lið, en það voru þeir Njáll Sigurðsson mágur minn, Hálfdan Omar Hálfdanarson frændi minn frá Seljalandi, auk Ævars Petersen frá Náttúrufræðistofnun. Lagt upp í fýlaleiðangur Vopnaðir öflugum sjónaukum og kortum héldum við Elías af stað með nesti og nýja skó til fýlaskráninga 24. maí. Ekki var laust við að við vektum nokkra athygli og umtal á ferðum okkar. Ekki þótti öllum björgulegt að sjá um hábjargræðistímann fullffíska menn á flandri upp með giljum og gljúfrum gónandi eftir fýlum. Hvaða vit var nú í þessu? Fjögurra ára dóttir mín, Amlaug, átti í svolitlum vandræðum með að skýra út fyrir vinkonum sinum á Hvolsvelli hvað hann pabbi hennar gerði eiginlega. „Pabbi minn vinnur í kaupfélaginu,“ „pabbi minn er bílstjóri," „pabbi minn er lögga,“ sögðu þær, „en hvað gerir pabbi þinn?“ „Hann telur íýla,“ svaraði Amlaug. Hún sá á svipbrigðum þeirra að það var undarlegt starf og var ekki alveg viss um hvort hún mætti vera upp með sér. í dag skilur hún þetta betur og er bara sátt við karl föður sinn. Við Elías fórum um öll svæði þar sem fýlsvörp var að fínna. Fórum við með vörpunum í hömmm og giljum og teiknuðum mörk þeirra inn á kort. Allir fuglar sem sátu í bælum eða virtust gera það og aðrir fuglar sem sátu uppi í byggðunum við bæli eða fjær þeim, voru taldir. Þegar leið á sumar og ungar höfðu klakist, voru þeir taldir þar sem við vomm á ferð á þeim tíma. Með þessu móti var reynt að meta fjölda varppara, stærð og útbreiðslu varpa á hverjum stað. Til að fá upplýsingar um aldur varpa heimsóttum við bændur og heimafólk á ferðum okkar og skráðum niður upplýsingar eftir þeim um hvenær varp hófst og um nytjar af fýlnum. Einnig var leitað í rituðum heimildum og gögnum Náttúmfræðistofnunar að upplýsingum um aldur varpa. Með þessu móti tókst að fá allgóða mynd af útbreiðslusögu fýlsins í Rangárvallasýslu og mat á stofnstærð hans. Sumarið 1981 var þessum rannsóknum Náttúrufræðistofnunar haldið áfram með stuðningi frá Vísindasjóði og Sýslusjóði Vestur- Skaftafellssýslu. Þá könnuðum við fýlsvörp frá Sólheimajökli um Mýrdal allt austur í Hafursey. Þá var mér til aðstoðar vaskur piltur úr Vík, Bjöm Leifur Þórisson. Fýlsvarpið þar eystra er önnur saga, sem ekki verður rakin hér. (Ljósmynd: Erling Ólafsson). Þráðurinn tekinn upp að nýju Haustið 1981 fluttist ég frá Hvolsvelli vestur til Winnipeg í Manitoba þar sem ég hóf framhaldsnám í plöntuvistfræði. Fýlagögnunum sem safnað hafði verið í Rangárvallasýslu og Mýrdal 1980 og 1981, skilaði ég til Náttúrufræðistofnunar til varðveislu. Haustið 2006 var leitað til mín frá Fræðsluneti Suðurlands um að flytja erindi um gróðurfar og fuglalíf í Rangárþingi eystra á námskeiði sem þá var verið að skipuleggja. Ekki gat ég annað en tekið vel í það. Hugsaði jafnffamt með mér að ekki yrði lengur beðið með að taka saman helstu niðurstöður úr fýlaverkefninu og kynna heima í héraði, hér var komið einstaklega gott tækifæri til þess. Það auðveldaði mér einnig verkið vera kominn til starfa á Náttúrufræðistofnun. Fékk ég Anette T. Meier kortagerðarmann á stofnuninni í lið með mér. Teiknaði hún vörpin upp af frumkortum og setti inn á skýringarmyndir. Hér er aðeins hægt að sýna eina mynd en þeir sem áhuga hafa geta fundið meiri upplýsingar inn á ágætri heimasíðu um Eyjaföll (www.eyjaljoll.is). Þar er m.a. ijallað um helstu fugla svæðisins undir kafla um jarðfræði og náttúru. Hafa niðurstöður okkar um fýlinn verið tengdar þar við. En víkjum nú að helstu niðurstöðum úr fýlaverkefninu. Fýlsvarp hefst undir Austur-Eyjafjöllum á 19. öld Um 1860 tók fýll að verpa framan í Drangshlíðarfjalli og var það fýrsta varpið í Rangárvallasýslu, eins og vikið hefur verið að. Áratugina þar á eftir fjölgaði fuglinum ört framan í fjallinu og fýrir aldamótin 1900 var hann tekin að breiðast inn með Hrútafelli að vestan, sem er hluti af sama fjalli. Heima er bezt 305
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.