Heima er bezt


Heima er bezt - 01.08.2008, Blaðsíða 48

Heima er bezt - 01.08.2008, Blaðsíða 48
Georgía Björnsson Örnólfur Thorlacius Heimboð til Bessastaða Eftir að Þjóðverjar hernámu Danmörku 1940 rofnuðu stjórnmálatengsl íslands við landið og Alþingi kaus ríkisstjóra til að sinna skyldum þjóðhöfðingja í fortollum konungs. Ekki þarf að rekja hér framhaldið, þegar tengslum við konungdæmið var slitið 1944 og forseti tók við af ríkisstjóra. Ríkisstjórinn, Sveinn Bjömsson, sem síðar varð fyrsti forseti lýðveldisins, settist að á Bessastöðum 1941 með konu sinni, Georgíu Björnsson, sem var danskrar ættar. Þetta haust settist ég í tíu ára bekk Austurbæjarskóla. Þá hófst skipuleg kennsla samkvæmt stundaskrá ekki íyrr en í október, en yngstu börnin, sjö til tíu ára, sóttu haustskóla í september, þar sem stundaskrá var laus í reipum. Einn skóladag í september 1941 fór kennari 10 ára bekkjar B, Valgerður Guðmundsdóttir, með okkur út á Álftanes, þar sem við skoðuðum náttúruna, einkum í Qörunni að mig minnir. Þá birtist sendimaður frá ríkisstjórasetrinu og bauð okkur í heimsókn. Ríkisstjóri var fjarverandi, trúlega i embættiserindum, en frú Georgía stóð ein að boðinu og tók höfðinglega á móti hinum ungu gestum. Elún sýndi okkur staðinn, sem þá var í mótun sem embættisbústaður þjóðhöfðingja, fræddi okkur um sögu staðar og muna og lét bera fram veitingar. Mér eru einkum minnisstæðir stórir amerískar súkkulaðistautar, sem ekkert sælgæti í íslenskum búðum komst í hálfkvisti við og voru ef ég man rétt kenndir við frægan hafnarboltakappa, Babe Ruth. Efast ég að um að rnargir þakklátari gestir hafi síðar þegið boð að Bessastöðum. Þegar heim kom var það mál manna að bekkurinn þyrfti að þakka ríkisstjórafrúnni frábærar móttökur. Þótt flestum komi það á óvart, sem séð hafa skrifit mína hin síðari árin, fékkst ég um þessar mundir við skrautritun. Kom því í minn hlut að færa í letur þakkir bekkjarins á skjali sem sent var frú Georgíu. Þegar leið að jólum barst Austurbæjarskóla sending frá ríkisstjórasetrinu með kveðju frá frú Georgíu Bjömsson til þess sem ritað hefði þakkarbréfið. Þetta var konfektkassi, líklega sá stærsti sem ég hafði þá augum litið. Stundum var rúmtak slíkra kassa þá drýgt með hálmi, en hér var sælgætinu þétt raðað. Oft hef ég ætlað að greina frá þessari fyrstu heimsókn minni að Bessastöðum og örlæti húsfreyjunnar þar. Það er vonum síðar, að ég nú, eftir nærri sextíu og sjö ár, þakka 336 Heima er bezt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.