Heima er bezt


Heima er bezt - 01.08.2008, Side 48

Heima er bezt - 01.08.2008, Side 48
Georgía Björnsson Örnólfur Thorlacius Heimboð til Bessastaða Eftir að Þjóðverjar hernámu Danmörku 1940 rofnuðu stjórnmálatengsl íslands við landið og Alþingi kaus ríkisstjóra til að sinna skyldum þjóðhöfðingja í fortollum konungs. Ekki þarf að rekja hér framhaldið, þegar tengslum við konungdæmið var slitið 1944 og forseti tók við af ríkisstjóra. Ríkisstjórinn, Sveinn Bjömsson, sem síðar varð fyrsti forseti lýðveldisins, settist að á Bessastöðum 1941 með konu sinni, Georgíu Björnsson, sem var danskrar ættar. Þetta haust settist ég í tíu ára bekk Austurbæjarskóla. Þá hófst skipuleg kennsla samkvæmt stundaskrá ekki íyrr en í október, en yngstu börnin, sjö til tíu ára, sóttu haustskóla í september, þar sem stundaskrá var laus í reipum. Einn skóladag í september 1941 fór kennari 10 ára bekkjar B, Valgerður Guðmundsdóttir, með okkur út á Álftanes, þar sem við skoðuðum náttúruna, einkum í Qörunni að mig minnir. Þá birtist sendimaður frá ríkisstjórasetrinu og bauð okkur í heimsókn. Ríkisstjóri var fjarverandi, trúlega i embættiserindum, en frú Georgía stóð ein að boðinu og tók höfðinglega á móti hinum ungu gestum. Elún sýndi okkur staðinn, sem þá var í mótun sem embættisbústaður þjóðhöfðingja, fræddi okkur um sögu staðar og muna og lét bera fram veitingar. Mér eru einkum minnisstæðir stórir amerískar súkkulaðistautar, sem ekkert sælgæti í íslenskum búðum komst í hálfkvisti við og voru ef ég man rétt kenndir við frægan hafnarboltakappa, Babe Ruth. Efast ég að um að rnargir þakklátari gestir hafi síðar þegið boð að Bessastöðum. Þegar heim kom var það mál manna að bekkurinn þyrfti að þakka ríkisstjórafrúnni frábærar móttökur. Þótt flestum komi það á óvart, sem séð hafa skrifit mína hin síðari árin, fékkst ég um þessar mundir við skrautritun. Kom því í minn hlut að færa í letur þakkir bekkjarins á skjali sem sent var frú Georgíu. Þegar leið að jólum barst Austurbæjarskóla sending frá ríkisstjórasetrinu með kveðju frá frú Georgíu Bjömsson til þess sem ritað hefði þakkarbréfið. Þetta var konfektkassi, líklega sá stærsti sem ég hafði þá augum litið. Stundum var rúmtak slíkra kassa þá drýgt með hálmi, en hér var sælgætinu þétt raðað. Oft hef ég ætlað að greina frá þessari fyrstu heimsókn minni að Bessastöðum og örlæti húsfreyjunnar þar. Það er vonum síðar, að ég nú, eftir nærri sextíu og sjö ár, þakka 336 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.