Heimili og skóli - 01.08.1970, Side 5
og
skóli
TÍMARIT U M
UPPELDISMÁL
>•
73
&
Heimli r !
UTGEFANDI: KENNARAFELAG EYJAFJARÐAR
Ritið kcmur út í 6 heftum á ári, minnst 24 síSur hvert hefti,
og kostor órgongurinn kr. 150.00, er greiðist fyrir 1. júlí. —
Utgófustjórn:
Indriði Ulfsson, skólastjóri, (óbyrgðarm.).
Edda Eiríksdóttir, skólastjóri.
Jónas Jónsson, kennari.
Afgreiðslu- og innheimtumaður:
Guðvin Gunnlaugsson, kennari.
Vanabyggð 9, Akureyri.
PRENTSMIÐJA BJÖRNS JÓNSSONAR
MATTHÍAS JÓNASSON:
Móðnrhlntverk og
menntunarvandi kvenna
I.
Margar eru þær lofræður, sem haldnar
hafa verið konum til sæmdar. Þær hafa ver-
ið vegsamaðar fyrir fegurð og yndisþokka,
fyrir ást og tryggð, en hjartnæmust orð um
þær hafa þó líklega fallið af vörum sona,
sem minntust mildrar móðurumhyggju.
„Það var svo ljúft, því lýsir engin tunga,
af litlum herðum tókstu dagsins þunga.
Hvarf eg til þín, móðir mín,
og mildin þín
svæfði soninn unga.“
Þessi hefðbundna lofgerð um konuna
sem meyju, eiginkonu og móður hefir ævin-
lega sett hana inn í umgerð heimilisins, veg-
samað ástartryggð hennar og þá fórnfúsu
umönnun, sem hún veitti þar ungum börn-
um sínum:
„ ... Eg lék og þú last
í lítilli stofu inni.“
Með móðurmjólkinni höfum við drukkið
þá trú, að hinn eiginlegi vettvangur kon-
unnar væri heimilið og það væri eðlisbundið
hlutverk hennar að sinna börnum sínum og
ala þau upp. Yið vissum að vísu, að hlut-
skipti hennar var örðugt og fórnfrekt, en
töldum þó, að það veitti flestum konum
heilnæma lífsfylling og innilega gleði.
En samfélagið hefir breytzt og um leið
breytast allar aðstæður konunnar. Áugljós-
asta breytingin er sú, að launuð atvinna
HEIMILI OG SKÓLI
49