Heimili og skóli - 01.08.1970, Qupperneq 9
Nýtt umhverfi og ný áhrif geta auðveldlega
valdið ofreynslu, sem örðugt reynist að
bæta.
Aðskilnaður frá móður er barni vitanlega
alltaf nokkur tilfinningaraun, en veldur þó
sjaldan varanlegu tjóni, ef hann stendur
skamma hríð og barnið nýtur nærgætinnar
umönnunar.
IV.
Eftir því sem barnið stálpast, dregur úr
þörf þess fyrir stöðuga návist móðurinnar.
Þegar smábarnið er komið vel á legg, svo
sem um þriggja ára aldur, þarf það að fá
rýmra athafnasvið og fjölbreyttari viðfangs-
efni en áður. Það leitar þá félagsskapar
jafnaldra og lærir að leika sér við þá. Þetta
er vitanlega ekki bundið við ákveðið aldurs-
mark, heldur er nokkuð breytilegt eftir
þroska einstaklinganna. En það fer saman
hjá hverju barni, að þegar það tekur að una
sér vel við leik með öðrum börnum, þolir
það án skaða stuttar daglegar fjarverur frá
móður sinni, hvort sem hún dvelur nokkrar
stundir utan heimilis eða sendir barnið burt,
en að sjálfsögðu má barn á þessum aldri
ekki skorta nákvæma umönnun og gæzlu.
Fyrir börn á þessu skeiði er leikskólavist
hálfan daginn æskilegasti viðaukinn, sem
við þekkjum nú, við uppeldisstarf foreldra-
heimilisins. Þar kynnist barnið öðrum börn-
um, lærir að hegða sér í hópi þeirra, láta
undan eða halda sínum hlut og hlýða sömu
boðum og leiksystkinin. Þar við bætast leik-
ir, utan húss og innan, og ýmislegt föndur,
sem er mjög þroskandi fyrir börnin, en fæst-
ir foreldrar hafa aðstöðu til að sinna heima.
Þessi aukna fjölbreytni í athöfnum örvar
þroska barnsins sýnilega, og meðan það er í
umsjá fóstrunnar, getur móðirin áhyggju-
laust varið tíma sínum til menntunar eða
atvinnu, eftir hneigð sinni og högum.
Hér sýnist mér opnast leið, sem fram-
sæknar konur verða að feta í nútíð og fram-
tíð. Hún er nokkuð vandrötuð, mjótt mund-
angshóf, en gæti þó veitt móðurinni þolan-
legt svigrúm og barninu nauðsynlegt öryggi.
Enn er hún aðeins fáum fær, því að leik-
skóla skortir mjög, miðað við þörfina.
Stjórnvöld verða að taka þetta mál til gagn-
gerrar athugunar, marka stefnu af framsýni
og fella leikskólana að hinu almenna
fræðslukerfi. Konur þurfa vissulega að fá
aðstöðu til að afla sér menntunar og stunda
atvinnu í samræmi við hæfileika sína. Þjóð-
félagið þarfnast orku þeirra, hugkvæmni og
lipurðar, og fjölmargar konur þarfnast
sjálfra sín vegna fjölbreytilegra athafna-
sviðs en heimilisstörfin ein geta veitt. Hins
þarfnast þjóðfélagið þó ekki síður, að upp-
eldi ungra barna sé rækt af þeirri alúð og
nærgætni, að upp vaxi í landinu heilbrigð
og þróttmikil æska. Enn þá þekkjum við
ekkert form uppeldis, sem sé jafn líklegt til
að tryggja þetta og foreldraheimili, þar sem
börn vaxa upp undir ástríkri vernd og um-
sjá móður og föður.
Ungar konur og framsæknar standa hér
frammi fyrir miklum vanda. Enginn dregur
í efa, að þær séu hæfar til menntunar undir
flest þau störf, sem vinnumarkaðurinn hefir
að bjóða. En utan og ofan við seljanlega
starfshæfni eru þær gæddar einum óviðjafn-
anlegum eiginleika: hneigðinni til fórnfúsr-
ar móðurástar. I hennar stað getur ekkert
komið. Enginn getur tekið að fullu við upp-
eldisstarfi móðurinnar, án þess að þroska-
möguleikar barnsins séu skertir. Ungar kon-
ur verða því að velja á milli barnsleysis, er
HEIMILI OG SKÓLI
53