Heimili og skóli - 01.08.1970, Page 17

Heimili og skóli - 01.08.1970, Page 17
Skólinn er byggður í álmum, sem mynda 3 lokaða ferhyrninga, er notast sem útivist- arsvæði. Við gengum um eina kennslustof- una af annarri og úr einum fyrirlestrarsal í annan, aldrei tvisvar um sama gang og vor- um nær tvær klukkustundir að ganga um húsið. Aðeins gangana í skólanum er hægt að mæla í kílómetrum og ekki var laust við að Islendingar brostu, þegar rektor skólans sýndi þeim rafmagns-mótorhjól, sem hús- vörðurinn notaði á ferð sinni um skólabygg- inguna. Ef lýsa ætti skólanum náið, tæki það of mikið rúm í blaðinu, en ég ætla í fá- einum orðum að lýsa tilhögun sumra kennslustofanna. Þær eru mjög nýtízkuleg- ar að formi, þannig, að byggðar eru 3 og 3 saman. Ætlaður er kennari í hverja stofu, en aðeins tvær deildir í 3 stofur. Til viðbót- ar meðfylgjandi teikningu er rétt að koma með þessar skýringar. A = almenn kennslustofa. B = almenn kennslustofa. C = hjálparkennslustofa. D = skrifstofa kennaranna. E = gangar. F = aðstaða til sjálfstæðra vinnubragða hjá nemendum. Kennslustofurnar A og B eru ætlaðar deildunum tveimur, sem væntanlega eru af sama árgangi. Þessar deildir eru með mis- jafnlega duglegum nemendum, svo sem gengur og gerist. Til þess nú að koma þeim Salur nýja mcnnfa- skólans. HEIMILI OG SKÓLI 61

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.