Heimili og skóli - 01.08.1970, Page 24

Heimili og skóli - 01.08.1970, Page 24
Sesselja Björns- dóttir, 12 óra: I frímínútum. (Oliukrít og vatnslitir, 70 sm. k 100 sm.) Hvernig geta foreldrar hjálpað börnum við teikningu, án þess að teikna fyrir þau? Á margan hátt. Bent þeim á, að teikning er jafn mikilvæg námsgrein og hver önnur, leyft þeim að teikna eftir vild heima, gefa þeim liti og pappír o. fl. og umfram allt að leyfa þeim að ,,sulla“ með liti heima hjá sér, án þess að fárast yfir þeim „sóðaskap“, sem af því kann að leiða. Hvað eru börnin rögust við að teikna? Þetta er einstaklingsbundið. Sum forðast að teikna fólk (fígúrur) og teikna þá frem- ur hús, landslag o. fl. Eiga skólarnir að vera skreyttir verkum viðurkenndra listamanna eða verkum við- komandi skólanema? Hvort tveggja. Það er nauðsynlegt að kynna börnum list okkar beztu meistara, einnig erlendra. Því miður getum við það ekki á annan hátt á skólunum, en sýna þeirn litskuggamyndir og eftirprentanir, sem ég tel sjálfsagt, að skólar eigi. Einnig væri æskilegt að fara í kynningarferð á vetri hverjum í Listasafn Islands, þar sem því verður við komið, og gefa börnunum þannig kost á að sjá, augliti til auglitis, myndir As- gríms, Jóns Stefánssonar, Kjarvals o. fl. Sézt þroski barns á teikningu þess? Á margan hátt. Þetta er samt svo erfið spurning, að ég hálft í hvoru veigra mér við að svara. Sálfræðingar geta þar margt um sagt, einnig listfræðingar, og væri æskilegt, að sérfróður maður skrifaði um þetta á ís- lenzku, en víða erlendis hafa verið gefnar út bækur um þetta efni, sem stórfróðlegt er að lesa og kynnast. Sum börn eru sífrjó þ. e. full af nýjum hugmyndum í hverjum tíma, önnur teikna sífellt sömu myndina o. s. frv. Þetta segir okkur kennurum ýmislegt. Notarðu tónlist við teiknikennslu? Já, nokkuð. Þetta hefur þó verið að mestu HEIMILI OG SKÓLI 68

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.