Heimili og skóli - 01.08.1970, Page 27

Heimili og skóli - 01.08.1970, Page 27
JÓNAS PÁLSSON: Staða hins ndmstrega d vhyldundmsstiginn Erindi flutt á norrœna skólamótinu í Stokkhólmi í sumar í viðfangsefni mínu skiptir mestu liver skilningur er lagður í hugtakið námstregur (svakpresterende). Eg legg í hugtakið þá merkingu að átt sé við þá nemendur al- mennt, sem ná lélegum árangri í námi sínu með tilliti til námskröfu skólans og sam- kvæmt þeim aðferðum, sem notaðar eru til að mæla frammistöðu þeirra. Þetta hefur í för með sér, að þeir nemendux, sem hljóta einkunnir á lægri helming einkunnarstiga, er fylgir gerð svonefndrar „normal kúrfu,“ falla undir þessa skilgreiningu. Nemendur, sem beinlínis eru taldir afbrigðilegir (av- vikende), koma þá sem undirflokkur í þess- um hópi. Ég tel einnig, að með námstregur, sé átt við þá nemendur sérstaklega, sem ná lélegri árangri í skólanum en hæfileikar þeirra gefa fyrirheit um, án tillits til á hvern hátt hæfileikamatið er gert, hvort það er með greindarmælingum eða á einhvern ann- an hátt. Þessir nemendur ,sem á ensku kall- ast „undirachivers“, þurfa alls ekki að vera undir meðallagi að greind og eru það senni- lega sjaldnar. Af ástæðum, sem ég ekki tilgreini nánar, mun ekki rætt sérstaklega um sérkennslu af- brigðilegra og námstregra barna, heldur fjallað almennt um efnið. Hugtakið námstregða er afstætt. Forsenda hugtaksins er mæling og mat á frammistöðu nemandans. Sú mæling felur m. a. í sér til- vísun til annarra mælikvarða (kriteria). Hugtakið byggist á tölfræðilegum forsend- um og aðferðum og takmarkast af kostum og göllum slíkra aðferða. Ég nefni þetta aðeins til að minna á þessi takmörk, tölu- leg sem fræðileg, er fylgja mælingu á mann- legum eiginleikum og hæfileikum. Hér á þinginu mun verða flutt erindi um „Mat á nemendum og skólastarfi“ (Elevbedömming og utvárdering af skolans verksamhet). Því ræði ég ekki nánar þann þátt. IIEIMILI OG SKÓLI 71

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.