Heimili og skóli - 01.08.1970, Blaðsíða 27

Heimili og skóli - 01.08.1970, Blaðsíða 27
JÓNAS PÁLSSON: Staða hins ndmstrega d vhyldundmsstiginn Erindi flutt á norrœna skólamótinu í Stokkhólmi í sumar í viðfangsefni mínu skiptir mestu liver skilningur er lagður í hugtakið námstregur (svakpresterende). Eg legg í hugtakið þá merkingu að átt sé við þá nemendur al- mennt, sem ná lélegum árangri í námi sínu með tilliti til námskröfu skólans og sam- kvæmt þeim aðferðum, sem notaðar eru til að mæla frammistöðu þeirra. Þetta hefur í för með sér, að þeir nemendux, sem hljóta einkunnir á lægri helming einkunnarstiga, er fylgir gerð svonefndrar „normal kúrfu,“ falla undir þessa skilgreiningu. Nemendur, sem beinlínis eru taldir afbrigðilegir (av- vikende), koma þá sem undirflokkur í þess- um hópi. Ég tel einnig, að með námstregur, sé átt við þá nemendur sérstaklega, sem ná lélegri árangri í skólanum en hæfileikar þeirra gefa fyrirheit um, án tillits til á hvern hátt hæfileikamatið er gert, hvort það er með greindarmælingum eða á einhvern ann- an hátt. Þessir nemendur ,sem á ensku kall- ast „undirachivers“, þurfa alls ekki að vera undir meðallagi að greind og eru það senni- lega sjaldnar. Af ástæðum, sem ég ekki tilgreini nánar, mun ekki rætt sérstaklega um sérkennslu af- brigðilegra og námstregra barna, heldur fjallað almennt um efnið. Hugtakið námstregða er afstætt. Forsenda hugtaksins er mæling og mat á frammistöðu nemandans. Sú mæling felur m. a. í sér til- vísun til annarra mælikvarða (kriteria). Hugtakið byggist á tölfræðilegum forsend- um og aðferðum og takmarkast af kostum og göllum slíkra aðferða. Ég nefni þetta aðeins til að minna á þessi takmörk, tölu- leg sem fræðileg, er fylgja mælingu á mann- legum eiginleikum og hæfileikum. Hér á þinginu mun verða flutt erindi um „Mat á nemendum og skólastarfi“ (Elevbedömming og utvárdering af skolans verksamhet). Því ræði ég ekki nánar þann þátt. IIEIMILI OG SKÓLI 71
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.