Heimili og skóli - 01.08.1970, Page 31
TTt-rHHTT H1
Hagaskólinn í Reykjavík.
Greindarhugtakið of þröngt.
Bent skal á, að margir sérfræðingar efa
nú hið altæka og heildstæða (globale)
greindarhugtak Binet og Termans, sem þeir
leggja til grundvallar greindarmælingum.
Æ fleiri hallast að margþættara og dyna-
miskara eða ávirkara kerfi, sem ætlað er að
gefi réttari mynd af starfrænni gerð vitund-
ar. I þessu sambandi bendi ég á kenningar
og tilraunir manna eins og Guilfords.
Námsáhuganum (motiveringen) og sjálf-
tengdum þörfum nemandans er stöðugt veilt
meiri athygli ásamt hinum dynamisku, geð-
rænu og samfélagslegu þáttum í tilveru
mannsins. Það er spá mín, að af þessum vett-
vangi sé mestra tíðinda að vænta næstu árin.
Eg mun nú telja upp nokkrar rökstuddar
skoðanir og tilraunir varðandi geðræn og
félagsleg öfl, sem hafa áhrif á námsgengi og
þá ekki sízt hjá námstregum.
Upptalningin verður að nægja, enda
munu áheyrendur mínir flestir kannast við
þær hugmyndir sem hér er vísað til.
Eg nefni fyrst rannsóknir McClellands á
„achivement motive“ eða „afrekslöngun“ og
hvernig hún virðist ákvörðuð af stéttarleg-
um siðvenjum og menningarhefðum. Vissar
stéttir meta árangur og afrek flestu öðru
fremur.
Mikil umbrot og merkileg hafa átt sér
75
JIEIMILI OG SKOLI