Heimili og skóli - 01.08.1970, Page 41
Á s.l. vori kom Magnús Sigurðsson, f.v.
skólastjóri, til Akuryrar og heimsótti skóla-
börnin þar. Erindi hans var tvíþætt. Annars
vegar að kynna börnum og ungu fólki, land-
helgisdeiluna, sem í daglegu tali hefur ver-
ið nefnt „þorskastríðið“. Hins vegar, að
safna fé í Hjálparsjóð œskufólks og kynna
starfsemi hans. í því tilefni veitti hann mér
eftirfarandi upplýsingar:
Hvenær hefur þú fyrst afskipti af barna-
verndarmálum ?
„Á þessu vori eru rétt 20 ár, síðan ég var
kosinn í Barnaverndarnefnd Reykjavíkur. í
henni var ég til 1957, en þá skipaður í
barnaverndarráð og er þar enn.“
Þú munt hafa staðið fyrir gerð kvikmynd-
ar, sem fjallar um þessi mál?
„Já. Vegna kynna minna af barnavernd-
armálum, fékk ég áhuga á gerð kvikmyndar,
sem vekti fólk til umhugsunar um þessi mál
og sýndi fram á orsakir þess, að börn lenda
í vandræðum, heimilisleysi og óreglu.
Myndin hlaut nafnið „Ur dagbók lífsins“
og var frumsýnd í nóvember 1963 og síðar
farið með hana út um allt land. Aðsókn að
kvikmyndinni varð mikil og vakti hún at-
hygli.“
Hverjir voru leikendur í þessari mynd?
Magnús Sigurðsson, (yrrv. skólastjóri.
„Kennarar og börn þeirra fóru með flest
hlutverk og enginn þekktur leikari kom þar
fram. Myndin var svo eðlileg á köflum, að
sumir álitu, að hún væri tekin af raunveru-
legum atburðum, svo var þó auðvitað ekki,
en allt, sem sýnt er, styðst við skjalfesta at-
burði. Suma, sem ég hef séð með eigin aug-
um.“
Hvað með kostnað af kvikmyndinni?
Hann mun alls hafa orðið um 350 þús-
und, en þá auðvitað ekkert reiknuð mín
vinna eða kennara, sem léku og margra ann-
arra, sem gáfu hjálp sína.
Áfengisvarnarráð styrkti mig með 70
þúsunduum og Reykjavíkurborg með 50
þúsundum, en svo var að mér sorfið fjár-
ITEIMILI OG SKOLI
85