Heimili og skóli - 01.03.1975, Qupperneq 8

Heimili og skóli - 01.03.1975, Qupperneq 8
Hvað er fullordinsfrædsla? Á öndverðum vetri kom fram á Alþingi frumvarp til laga um fullorðinsfræðslu. Frumvarpið er samið af nefnd, sem mennta- málaráðuneytið skipaði í október 1971 og er lagt fram óbreytt eins og það kom frá nefndinni. Hér er um merk nýmæli að ræða í ís- lenskri fræðslulöggjöf og því sætir það nokkurri furðu hversu lítið þetta athyglis- verða frumvarp og efni þess hafa borið á góma í umræðum manna á meðal. Eg minn- ist þess ekki að fjölmiðlar landsins hafi gert þessu málefni nein skil ef undan eru skilin tvö gagnmerk erindi, sem sr. Guð- mundur Sveinsson, skólastjóri og formaður fullorðinsfræðslulaganefndarinnar, flutti í hljóðvarpi í maí 1973 og báru yfirskriftina Fullorðinsfræðsla — ævimenntun. Hvað veldur slíkri þögn? Er það kann- ski óttinn við að verið sé að fara af stað með enn eitt skólabáknið í menntakerfi okk- ar, dýrt og umfangsmikið? Og því sé ráð- legt að grípa strax í taumana og svæfa mál- ið í hel. Eða er það öllu heldur ókunnug- leiki manna á málefninu, sem veldur tóm- lætinu? Samt lifum við í samfélagi, þar seni við erum daglega minnt á það hversu þýðingarmikið sé að einstaklingar þess búi yfir þekkingu. í áðurnefndu útvarpserindi gerir sr. Guð- mundur Sveinsson grein fyrir fjórum meg- inástæðum til þess að fullorðinsfræðsla er orðin svo ríkur og vaxandi þáttur í mennta- kerfi margra þjóða, sem raun ber vitni. Hinar fjórar ástæður eru: „Fyrsta ástœða: Sjálfsagt þykir að gefa því fólki, sem horfið hefur að störfum í þjóðfélaginu, tækifæri til að hefja nám er það síðar finnur hjá sér löngun eða þörf til að menntast á ákveðnu sviði, sem gerði það hlutgengt til starfa þar. Onnur ástæða: Breytingar í atvinnulíf- inu gera það nauðsynlegt að fólk eigi kost á endurmenntun, annað hvort vegna þess að störf þau er það áður stundaði hafa breyst svo verulega að þau krefjist annars undir- búnings og annarar hæfni og þekkingar en áður — eða störfin eru ekki lengur fyrir hendi vegna þess að ný tækni eða sjálfvirkni hefur komið til og því er nauðsynlegt fyrir viðkomandi að leita á önnur mið, búa sig undir önnur störf, hljóta ummenntun. Þriðja ástæða: Nútímaþjóðfélag gerir aðrar og meiri kröfur til þegna sinna og þá ekki síst lýðræðisþjóðfélögin, en skapa þarf þjóðfélagsþegnunum nýja meðvitund er geri þá að virkum þjóðfélagsþegnum, sem taka þátt í félagslegri baráttu, er gera sífellda þróun og stöðugar breytingar mögu- legar. Fjórða ástœða: Hinn aukni frítími, sem virðist á flestum stöðum vaxandi vandamál, hlýtur að hafa áhrif á menntunarmöguleika manna, að gefinn verði kostur á margvís- 2 - HEIMILI OG SKÓLI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.