Heimili og skóli - 01.03.1975, Síða 8
Hvað er fullordinsfrædsla?
Á öndverðum vetri kom fram á Alþingi
frumvarp til laga um fullorðinsfræðslu.
Frumvarpið er samið af nefnd, sem mennta-
málaráðuneytið skipaði í október 1971 og
er lagt fram óbreytt eins og það kom frá
nefndinni.
Hér er um merk nýmæli að ræða í ís-
lenskri fræðslulöggjöf og því sætir það
nokkurri furðu hversu lítið þetta athyglis-
verða frumvarp og efni þess hafa borið á
góma í umræðum manna á meðal. Eg minn-
ist þess ekki að fjölmiðlar landsins hafi
gert þessu málefni nein skil ef undan eru
skilin tvö gagnmerk erindi, sem sr. Guð-
mundur Sveinsson, skólastjóri og formaður
fullorðinsfræðslulaganefndarinnar, flutti í
hljóðvarpi í maí 1973 og báru yfirskriftina
Fullorðinsfræðsla — ævimenntun.
Hvað veldur slíkri þögn? Er það kann-
ski óttinn við að verið sé að fara af stað
með enn eitt skólabáknið í menntakerfi okk-
ar, dýrt og umfangsmikið? Og því sé ráð-
legt að grípa strax í taumana og svæfa mál-
ið í hel. Eða er það öllu heldur ókunnug-
leiki manna á málefninu, sem veldur tóm-
lætinu? Samt lifum við í samfélagi, þar
seni við erum daglega minnt á það hversu
þýðingarmikið sé að einstaklingar þess búi
yfir þekkingu.
í áðurnefndu útvarpserindi gerir sr. Guð-
mundur Sveinsson grein fyrir fjórum meg-
inástæðum til þess að fullorðinsfræðsla er
orðin svo ríkur og vaxandi þáttur í mennta-
kerfi margra þjóða, sem raun ber vitni.
Hinar fjórar ástæður eru:
„Fyrsta ástœða: Sjálfsagt þykir að gefa
því fólki, sem horfið hefur að störfum í
þjóðfélaginu, tækifæri til að hefja nám er
það síðar finnur hjá sér löngun eða þörf
til að menntast á ákveðnu sviði, sem gerði
það hlutgengt til starfa þar.
Onnur ástæða: Breytingar í atvinnulíf-
inu gera það nauðsynlegt að fólk eigi kost
á endurmenntun, annað hvort vegna þess að
störf þau er það áður stundaði hafa breyst
svo verulega að þau krefjist annars undir-
búnings og annarar hæfni og þekkingar en
áður — eða störfin eru ekki lengur fyrir
hendi vegna þess að ný tækni eða sjálfvirkni
hefur komið til og því er nauðsynlegt fyrir
viðkomandi að leita á önnur mið, búa sig
undir önnur störf, hljóta ummenntun.
Þriðja ástæða: Nútímaþjóðfélag gerir
aðrar og meiri kröfur til þegna sinna og þá
ekki síst lýðræðisþjóðfélögin, en skapa
þarf þjóðfélagsþegnunum nýja meðvitund
er geri þá að virkum þjóðfélagsþegnum,
sem taka þátt í félagslegri baráttu, er gera
sífellda þróun og stöðugar breytingar mögu-
legar.
Fjórða ástœða: Hinn aukni frítími, sem
virðist á flestum stöðum vaxandi vandamál,
hlýtur að hafa áhrif á menntunarmöguleika
manna, að gefinn verði kostur á margvís-
2 - HEIMILI OG SKÓLI