Heimili og skóli - 01.03.1975, Qupperneq 10
sem hér um ræðir vera að eðli og innihaldi
bein hliðstæða frummenntunarinnar. Þá á
fullorðinsfræðslan í öðru lagi að geta verið
hvers konar nám sem tengist atvinnulífi
landsmanna og ekki er bundið í öðrum lög-
um, enda þótt það nám geti verið að eðli
hliðstætt sumum greinum frummenntunar
og falli því jafnframt undir þann flokk sem
nefndur var fyrst. Til aðgreiningar er þetta
afbrigði fullorðinsfræðslunnar kallað starfs-
nám vegna hins sérstæða sambands þess
við störf og atvinnu. Ekki á þó í því að fel-
ast bein lýsing á náminu sjálfu, námstilhög-
un eða kennsluformi. Getið er sérstaklega
um fjölbreytni í námi þessu, enda má ætla
að það kunni að hafa nokkra sérstöðu ein-
mitt að því er til hennar tekur. Loks er
getið þriðja heildarflokks fullorðinsfræðsl-
unnar, en hann er hér kenndur við frjálst
nám og frístundamenntun.
Þessi skipting fullorðinsfræðslunnar í
þrjá aðalflokka er í fullu samræmi við þá
skipan sem orðið hefur í nágrannalöndum
okkar þótt hennar gæti að vísu misjafnlega
skýrt í lagasetningu og framkvæmd.“
Með þessum formálsorðum vill Heimili
og skóli vekja athygli fólks á nýjum þætti í
menntakerfi þjóðarinnar, fullorðinsfræðsl-
unni, og koma af stað umræðum um málið.
Ritnefnd.
ORÐSENDING
Til áskrifenda Heimilis og skóla
Gjalddagi ritsins er eins og fyrr júlímán-
uður. Vegna gífurlegrar aukningar á til-
kostnaði við útgáfu blaðsins verður að
hækka áskriftargjald þess og er það nú
kr. 400.00.
Undanfarin ár hefur árgjaldið fyrir ritið
verið innheimt með póstkröfu hjá flestum
kaupendum utan Akureyrar. En þar sem
gjaldið fyrir póstkröfurnar hefur hækkað
mjög mikið, viljum við eindregið ráða
kaupendum til að senda sjálfir áskriftar-
gjaldið.
Odýrast mun vera að senda það í al-
mennu bréfi eða greiða inn á gíró-reikning
ritsins, sem er nr. 32100.
Ef greiðsla hefur ekki borist í september
neyðumst við til að senda póstkröfur, en
það hefur nokkra aukagreiðslu í för með
sér fyrir kaupendur.
Nokkrir kaupendur hafa ekki gert skil
fyrir síðasta ár og eru þeir beðnir um að
bregðast nú fljótt við og greiða gjaldið.
Afgreiðslu- og innheimtumaður Heimilis
og skóla er Guðvin Gunnlaugsson, kennari,
Vanabyggð 9, Akureyri.
Með bestu kveðju,
HEIMILI OG SKÓLI.
4 - HEIMILI OG SIÍÓLI