Heimili og skóli - 01.03.1975, Page 13

Heimili og skóli - 01.03.1975, Page 13
ur starfað, að samtök launþega og vinnu- veitenda beita sér í auknum mæli fyrir nám- skeiðum ,sem miða að því að auka starfs- hæfni og félagsþroska þátttakenda, auk þess sem opinberir aðilar hafa mjög aukið fræðslutilboð í formi námskeiða innan ákveðinna starfsstétta. A það ekki síst við um kennarastéttina. Mörg landssamtök 6- líkra hópa veita fræðslu í sérgreinum og til aukins persónuþroska. I samanburðinum við grannlönd okkar er hins vegar áberandi, að sum fræðslu- form, sem þar eru gamalgróin og útbreidd hafa ekki náð hér viðlíka fótfestu, hvað sem veldur. A það einkum við um námshópa og bréfaskólanám. Áður en lengra er haldið er rétt að benda á tvö atriði: Þegar veita skal fé til fullorð- insfræðslu úr ríkissjóði hlýtur þar að koma á móti krafa um að metið sé gildi fræðsl- unnar -— hvort hún sé styrkhæf. I öðru lagi er fullorðinsfræðsla frjálst nám. Enginn er skyldugur til að taka þátt í henni umfram það, sem fólgið er í starfssamningum að menn skuli sækja tiltekin námskeið til að ná ákveðnum starfs- eða launaréttindum. í II. kafla fi"v. um fullorðinsfræðslu er fyrst rætt um þá fræðslu, sem er hliðstæð frummenntun. Mun öllum ljóst hverju máli skiptir að sem flestum, sem til þess hafa getu og löngun opnist leið til þess að ganga inn í hið lögbundna menntakerfi hvar sem Sökum síarfs síns verða fSugmenn oft að sækja þjáífunarnámskeið. HEIMILI OG SKÓLI - 7

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.