Heimili og skóli - 01.03.1975, Síða 21

Heimili og skóli - 01.03.1975, Síða 21
frá þrem merkum rannsóknum er lágu fyrir frá þjóðum Yestur-Evrópu. Sú fyrsta leiddi til mikils rits er hefur að geyma 15 ritgerð- ir og kallast ritgerðasafnið: Permanent Edu- cation, ævimenntun. Hin önnur bar þann árangur að búið var út mikið vinnuskema er kallast Grundvallaratriði samræmdrar menntastefnu, Fundamentals for integrated educational policy. Og hin þriðja hefur skapað hið merkasta fræðirit Evrópsk full- orðinsfrœðsla nú og í framtíðinni, To-day and to-morrow in european adult education. En að það voru ekki evrópsku þjóðirnar einar sem um fullorðinsfræðsluna hugsuðu eða gerðu hana að sérstæðu menningar- framlagi, um það bar ráðstefnan á síðasta sumri gleggst vitni. — A þeirri ráðstefnu mættu 400 þátttakendur frá 82 löndum, en 37 alþjóðlegar stofnanir áttu þar áheyrnar- fulltnía. Yfirskrift hinnar þriðju ráðstefnu Unesco var: Fullorðinsfræðslan sem þáttur ævimenntunar, Adult Education in the Con- text of Life-long Education. ■— Allt bend- ir til að enn hafi verið brotið blað í mennta- málum veraldar og við eigum eftir að kynn- ast árangri ráðstefnunnar í framkvæmdum og nýmyndunum fræðslumála á þessum ný- byrjaða áratug 20. aldarinnar. Foreldrafélag stofnað við Glerárskóla Annan dag febrúarmánaðar síðastliðinn var haldinn stofnfundur að foreldrafélagi við Glerárskóla á Akureyri. Aðdragandi þessa fundai var á þann veg, að hinn 24. nóvember boðuðu skólastjóri og kennarar skólans til fundar með foreldr- um nemenda. Voru þar kynntar hugmyndir að foreldrafélögum eða foreldraráðum. En hin nýju grunnskólalög gera ráð fyrir stofn- un slíkra félaga eða ráða. A þessum kynningarfundi var samþykkt að vinna að stofnun foreldrafélags við skól- ann og var kosin nefnd til undirbúnings fé- lagsstofnunar. Á stofnfundi voru félaginu sett lög og fullskipuð stjórn kosin. Félagið heitir For- eldrafélag Glerárskóla og stjórn þess skipa: Jökull Guðmundsson, formaður. Anna Guðrún Jónasdóttir, varaformaður. Jón H. Jónsson, ritari. Dagný Sigurgeirsdóttir, gjaldkeri. Guðjón Jónsson, spjaldskrárritari. Askell Einarsson og Birgir Marinósson, meðstjórnendur. Fulltrúi félagsins á kennarafundum skól- ans er Áskell Einarsson. HEIMILI OG SKÖLI - 15

x

Heimili og skóli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.