Heimili og skóli - 01.03.1975, Page 25

Heimili og skóli - 01.03.1975, Page 25
Um réttindi til fræðslu, sem þegar eru bundin í kjarasamningum, t. d. hjá opinber- um starfsmönnum, er óþarft að fjalla hér, en vel mætti hugsa sér að slík ákvæði yrðu regla í kjarasamningum launafólks og þarf þá að tryggja lágtekjufólki, sem stendur utan stéttarfélaga (húsmæður, bændur) hliðstæð réttindi. i. Fræðsla í fjölmiðlum á vegum ríkisins, í hljóðvarpi og sjónvarpi, hefur verið stund- uð lengi að því er varðar málakennslu í hljóðvarpi, og nokkur viðleitni hefur verið hjá sjónvarpinu í sömu átt. Þá fræðslustarf- semi þarf þó að efla mjög verulega sem fyrst, einkum í sjónvarpi, og láta hana ná til fleiri sviða. Lengingu á dagskrá sjón- varps ætti fyrst og fremst að beinast að slíku efni, sem fela ber umsjá fræðsluyfir- valda (menntamálaráðuneytis) og sníða í senn að þörfum frummenntunar og fullorð- innafræðslu. — Skólasjónvarp þarf líka að þróa eftir föngum og nýta það þá einnig í þágu fullorðinnafræðslu. Væri eðlilegt, að kennslugagnastofnun ríkisins hefði umsjón með uppbyggingu þess og framleiðslu efn- is í þessu skyni. j. Um beina ríkisstyrki til almannasam- taka, er hafa ýmis konar fræðslustarf á stefnuskrá sinni, er mikið fjallað í frum- varpinu, og sett fram þrískipting í fræðslu- sambönd, fræðslusamtök og fræðslufélög eftir landfræðilegri greiningu. Við erum þeirrar skoðunar, að slíkir styrkir séu tví- bent vopn, og geti allt eins orðið til að draga úr frumkvæði, áhugaanda og al- mennri þátttöku í starfi slíkra félaga, sem hafa þá tilhneigingu til að breytast í skrif- ræðisstofnanir og nærast í reynd af ríkis- framfærslu. Þar við bætist, hversu erfitt er að tryggja eftirlit með reikningshaldi slíkra aðila og gæðum þeirrar fræðslu, sem þeir standa fyrir, ekki síst úr fjarska. Því ber að gjalda varhug við að fara út á þessa styrkjabraut, nema í takmörkuðum mæli, t. d. þannig að ótvíræð fræðslusam- bönd á landsvísu og bréfaskólar fái tiltek- inn viðurkenningarstyrk á fjárlögum og staðbundin fræðslufélög hliðstæða viður- kenningu úr sjóði sveitarfélaga. Samanburður við önnur Norðurlönd er ekki einhlítur mælikvarði í þessu efni, bæði vegna fólksfjölda og ekki síður almennt traustari menntunarundirstöðu og aðbúnað- ar að frummenntun. Raunveruleg lengd vinnudags kemui' hér einnig við sögu, og algengt vinnustrit hérlendis hlýtur að draga úr fræðslusókn alþýðu miðað við grann- löndin, þótt aukið fræðsluframboð og bætt aðstaða gæti vissulega átt þátt í að snúa þeirri þróun við. 4. Stuðningur sveitarfélaga Ef frá er talið bréfaskólanám, starf fræðslusambanda, sérstök námskeið og full- orðinsdeildir við framhaldsskóla, hljóta sveitarfélögin með stuðningi ríkisins að verða burðarás fullorðinnafræðslu á hverj- um stað. Þar þarf að vera hægt að nýta skólahúsnæði sem best í þessu skyni til við- bótar við frumfræðslu og taka tillit til þess í allri hönnun þess og búnaði. Mikilvægt er í þessu sambandi, að skólar séu einsetn- ir, þannig að fullorðinnafræðsla geti farið þar fram að loknum almennum vinnudegi fullorðinna án þess að valda truflun á frumfræðslu (almennu skólastarfi). Einnig virðist ákjósanlegt í þessu sambandi að tengja saman gagnasafn skóla og almenn- ingsbókasafn, þannig að hvort tveggja nýt- ist báðum þáttum ævimenntunar, auk þeirr- HEIMILI OG SKOLI - 19

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.