Heimili og skóli - 01.03.1975, Qupperneq 26

Heimili og skóli - 01.03.1975, Qupperneq 26
ar hagkvæmni sem þessu fylgir í rekstri. Annað húsnæði, svo sem félagsheimili, skrifstofur og aðrir vinnustaðir geta og hentað vissum þáttum fullorðinnafræðslu. Yið erum sammála því sem kemur fram í frumvarpinu, að námsflokkar eða náms- hópar (hér sameinað undir heitinu náms- flokkar) séu hið eðlilega form fyrir full- orðinnafræðslu innan sveitarfélaga, og und- ir námsflokkastarfsemina megi einnig fella starfsmenntun samkvæmt h-lið hér á undan. Eðlilegan aðila til að fara með stjórnun fullorðinnafræðslu í sveitarfélagi teljum við vera viðkomandi skólanefnd að viðbætt- um fulltrúum frá samtökum launþega (verkalýðs- og starfsmannafélögum) og áhugamannafélögum um fræðslumál af ýmsu tagi. Gætu þessir aðilar kosið úr sín- um hópi minni nefnd, er myndaði stjórn fyrir námsflokkum staðarins. Um fjármögnun bendum við á aðrar leið- ir en frumvarpið, þ. e. að heimaaðilar standi að fjármögnun í stað 75% styrks úr ríkissjóði, en ríkið legði þó fram marghátt- aðan stuðning, eins og á undan var rakið, og smám saman segði sá stuðningur meira til sín. Fjármögnun heimamanna til fullorðinna- fræðslu gæti komið frá ýmsum aðilum auk óbeins stuðnings í húsnæði og rekstri. Þar ætti að koma til fjárveiting úr sveitarsjóði (og ekki óeðlilegt að með henni sé reiknað við ákvörðun á tekjustofnun sveitarfélaga), úr sjóðum launþegasamtaka, atvinnuleysis- tryggingarsjóði, frá áhugafélögum, stofn- unum og einstaklingum. Atvinnurekendur stæðu undir kostnaði við starfsþjálfun, sem beinlínis er tengd atvinnulífi og vinnustöð- um, en gætu auk þess lagt fram fé að vild til námsflokkafræðslunnar. Ekki er óeðlilegt, að með slíkum fram- lögum yrði myndaður einn sjóður, sem stjórn námsflokka hefði umráð yfir og not- aði til að greiða óhjákvæmilegan kostnað af námsflokkastarfseminni. Það sem á vantaði yi'ði að leggja með námsgjöldum á þátttak- endur, en þá efnaminnstu og öryrkja þyrfti að styrkja sérstaklega. Sveitarfélög, er stæðu sameiginlega að námsflokkum eða ættu þar þátttakendur, yrðu að jafna metin með samkomulagi sín á milli. 5. Lokaorð Með þeirri skipan, sem hér hefur verið reifuð, teljum við að renna megi í náinni framtíð stoðum undir fullorðinnafræðslu víða um land, þar sem áhugi og efniviður er fyrir hendi, á raunsærri hátt og með skynsamlegri þróun en gert er ráð fyrir í fyrirliggjandi frumvarpi. Vissulega felst þó margt gott í því, og ber það ljósan vott um, að höfundar þess vilja hag fullorðinna- fræðslu sem bestan. Við þá er ekki að sak- ast, að ekki liggur fyrir enn samræmd lög- gjöf um framhaldsskólastigið, en setningu hennar teljum við brýnasta verkefni lög- gjafans nú á sviði menntamála, og þurfi hún að liggja fyrir áður en gengið verði frá mjög víðtækri lagasetningu um fullorð- innafræðslu. Veikar hliðar frumvarpsins teljum við einkum þær, að á litlu er að byggja hér- lendis varðandi þennan fræðsluþátt, en vaktar eru vonir um fjárveitingar til ýmissa aðila frá ríkinu, en hætt er við að þær yrðu naumt skornar í reynd og deildust á marga staði með óvissum árangri. Hlutur áhugafé- laga er líka ætlaður meiri en raunsætt er að okkar mati. Takmörkuðum fjárveiting- 20 - HEIMILI OG SKÓLI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.