Heimili og skóli - 01.03.1975, Side 31

Heimili og skóli - 01.03.1975, Side 31
kvöld vikunnar, en nemandanum er einnig ætlað að hitta ráðgjafa sinn á tveggja vikna íresti. (Ráðgjafinn hefur venjulega umsjón með 20 nemendum). Kennara, er sinna hin- um bréflega þætti námsins, og aðra sér- kennara hittir nemandinn sjaldnar. Síðasti liður kennslukerfis þessa er sum- arskólinn. Hver nemandi á undirstöðunám- skeiði er skyldugur að dveljast eina viku í einhverjum þeirra sumarskóla sem reknir eru og skipulagðir af opna háskólanum sjálfum. Þessir sumarskólar eða námskeið eru haldin við hina ýmsu háskóla landsins. Hér veitist nemandanum hvatning og tæki- færi til verulegra átaka í námi í litlum hóp- um svo og til rannsóknarstofuvinnu og til- rauna. Enn fremur gefst tækifæri til að ráðgast við skipuleggjendur námskeiða og kennara þá sem fram að þessu hafa verið kunnir nemandanum einungis af hókum eða þáttum í útvarpi og sjónvarpi. Auðsætt er að stjórnun og aðhald í slíku margmiðla kennslukerfi er gífurlegt vanda- mál, einkum þegar koma þarf því á lagg- irnar á mjög skömmum tíma. Ekki eins augljóst ef til vill en jafnvel enn erfiðara viðfangs er aðhald að fræðilegum kröfum til námsins. Kennsluefni og æfingar voru að nokkru leyti reynd áður en hvert nám- skeið var endanlega skipulagt, og venjulega voru hugsanlegir nemendur notaðir sem til- i'aunahópar. Fyrir hendi er að sjálfsögðu tölvuskrá um frammistöðu hvers nemanda, sem veitir stöðugar upplýsingar um hvern- ig hverjum og einum vegnar í námi. Sífellt eru skoðanir nemenda kannaðar. Kennslu- °g námstæknideild er starfrækt, sem kannar °g ber saman upplýsingar þessar. Auk þess eru á vegum deildarinnar stundaðar rann- sóknir, sem meðal annars eru fólgnar í veigamikilli athugun á námstækni. Líklegt má því teija að kennslukerfi þetta muni forðast stöðnun og verði því kleift að leið- rétta eigin mistök og endurbæta kei'fið. En athyglisverðasta þróunin á þessu sviði að- halds í námi hefur verið árangur sá sem skipuleggjendur námskeiða hafa náð. Þeir axla alla ábyrgðina á hverju námskeiði og öllum þeim miðlum er það styðst við. Há- skólakennarar, í Bretlandi a. m. k., eru oft tregir til að skilgreina markmið sín um at- ferli og árangur og þeim er meinilla við að vera krafðir um ítarlegar kennslu- og námsáætlanir. Einnig eru þeir oft ósam- vinnuþýðir jafnvel hver í annars garð. I opna háskólanum verða þeir bæði að skil- greina markmið og gera áætlanir fyrir námskeið sín. Ekki nóg með það heldur verða þeir að vinna verk þetta bæði í fé- lagi við starfsbræður sína og með kennur- um í öðrum greinum. Eru þó enn ótaldir aðrir, sem koma hér við sögu svo sem náms- tæknifræðingar, framleiðendur sjónvarps- og útvarpsefnis, sérfræðingar fjölmiðlanna og tölvuforritarar. í þokkabót verða há- skólakennararnir að leysa þessa vinnu af hendi á stranglega skömmtuðum tíma. Yms- ir örðugleikar hafa að sjálfsögðu gert vart við sig og nokkurrar mótspyrnu hefur gætt en yfirleitt hefur samstarfshópurinn, er skipuleggur hvert námskeið, tekist vel. Telja má að með tilkomu hans hafi mjög miðað áleiðis að lausn vandans á fræðilegu að- haldi og notkun kennslu- og námstækni. Nemendur og aðgangur Hefði kennslukerfi opna háskólans ein- vörðungu beitt f jarskiptamiðlum, hefði hon- um verið unnt að taka á móti bókstaflega öllum, sem gáfu sig fram, þar eð innan HEIMILI OG SKÓLI - 25

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.