Heimili og skóli - 01.03.1975, Síða 33

Heimili og skóli - 01.03.1975, Síða 33
um, 12% eru tæknar og iðnfræðingar og 11% eru húsmæður. Við vitum, að iðn- verkafólk og óiðnlært verkafólk er hér í miklum minnihluta miðað við aðra hópa en sömu sögu er að segja um menntun þá sem fullorðnum býðst um heim allan. Ekki var við öðru að búast án tilveru mikils og kostnaðarfreks skipulags á uppbótarmennt- un. Opni háskólinn er hvorki ætlaður til að annast hana né er hann þannig úr garði gerður að hann geti það, hvað þá að hann sé fjármagnaður til þess. Svo virðist sem hlutur háskólans sé sambærilegur við menntastofnanir og námskeið, er sinna menntun fullorðinna, hvað snertir aldur, störf og undirbúningsmenntun nemenda. Þrautseigja þeirra og áhugi er vissulega eftirtektarverður og kemur ekki einvörð- ungu fram í frammistöðu á prófum. Þeir greiða samtals 25 sterlingspund fyrir vik- una sem þeir dveljast í sumarskólanum. Gjaldið fyrir sumarskólann greiðist í flest- um tilvikum af fræðsluráði á hverjum stað en afgangurinn verður að koma úr vasa nemandans sjálfs. Auðvitað stunda þeir því nær allir námið í hjáverkum og það krefst mikils af frístundum þeirra. Hverri náms- grein verða þeir að helga um það bil 10 klukkustundir á viku a. m. k., en það lætur nærri að þær jafngildi þeim tíma er venju- legur háskólanemi ver til samsvarandi hluta af námi sínu. Mér er hins vegar kunnugt að margir þessara nemenda, og mig grunar að svo sé um þá flesta, verði að helga nám- inu mun meiri tíma en þessu nemur. Slík námsáætlun hlýtur að rjúfa marga þætti fjölskyldulífs og á stundum veldur slíkt heimiliserjum og misskilningi. Orðugleikar af þessu tagi eru ekki eini vandinn sem nem- endur hafa orðið að glíma við. Háskólinn hafði aðeins starfað í tvær vikur þegar við honum blasti allsherjar verkfall starfsfólks hjá póstþjónustunni. Verkfall þetta stóð frá sextánda janúar til sjöunda mars 1971. Vart er unnt að gera sér í hugarlund neitt háska- legra óreyndu kennslukerfi sem háð er bréfaskiptum. En námsefni var sent land- leiðinna til skrifstofu hvers umdæmis. Það- an var því dreift til námsstöðvanna en þang- að sóttu nemendur það. Meðan á verkfall- inu stóð gerðu þeir allt, sem þeir gátu til að tryggja að þeir drægjust ekki aftur úr í námi. Þetta byrjunaráfall reyndi strax á styrk umdæmisskrifstofanna, og svo er að sjá þótt undarlegt megi virðast, að tryggð nemenda hafi eflst við stofnun sem ætla mætti að væri of fjarræn og of dreifð til að vekja slíkar tilfinningar. Þetta lofar góðu fyrir einstök nemendafélög um land allt svo og heildarsamtök þeirra en þau eru nú í deiglunni og munu verða áhrifamikil í framtíðarstarfi og stjórnun háskólans. Ef til vill kemur það mest á óvart við opna háskólann að svo nýstárleg stofnun skyldi birtast í svo íhaldssömu landi sem Bretlandi því að hún er í blóra við mennta- hefð og siðvenjur okkar á margan hátt. Há- skólar okkar vanda val sitt á nemendum meira en tíðkast í öðrum löndum, en samt sem áður er hér sprottinn upp háskóli sem spyr einskis um undirbúningsmenntun. Við leggjum ríka áherslu á dvöl háskólanema innan veggja háskólans en hér er kominn háskóli þar sem nemendur vinna heima og eru dreifðir urn land allt. Viðhorf okkar við bréfaskólum hefur til skamms tíma mótast af fáfræði, blandinni óbeit, en hér stöndum við andspænis háskóla með kennslukerfi sem snýst allt um kennslu með bréfaskiptum. Við æskjum þess að háskólar HEIMILI OG SKÓLI - 27

x

Heimili og skóli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.