Heimili og skóli - 01.03.1975, Qupperneq 36
HELGI VILBERG
Þróun barnateikninga
Ilelgi Vilberg er ungur og áhuga-
samur kennari, sem starfar við Gler-
árskólann á Akureyri. — Blaðinu er
það mikil ánœgja að fá að birta þessa
grein hans um námsgrein, sem alltof
sjaldan er í sviðsljósinu.
Yngsta aldursskeiðið
Þegar í lok fyrsta æviárs þykir mörgum
börnum gaman að halda á blýanti og gera
með honum strik, ef ekki á pappír, þá á
veggfóðrið eða jafnvel á gólfið. Þetta
þekkja flestir foreldrar. Auk þeirrar venju-
legu ánægju barnsins að líkja eftir full-
orðnum, virðist það einkum vera tvennt,
sem tekur hug þess. Annars vegar gildi
hreyfingarinnar sjálfrar og hins vegar
möguleikinn að geta haft áhrif á og valdið
breytingu umhverfisins. Hvoru tveggja er
ríkt í barninu. Hver þekkir ekki þá óum-
ræðilegu gleði barnsins þegar fyrstu spor-
in era stigin eða ánægjuna sem barnið hef-
ur af því að velta um kubbum sínum og
þannig mætti lengi telja.
Hinar fyrstu teikningar eru venjulega
dreifð strik eða punktar líkt því sem blý-
antsoddi væri slegið á pappírinn. En jafn-
vel á þessu stigi má brátt greina framfarir,
barnið tileinkar sér fljótt reglubundnar
sveifluhreyfingar og með þeim hefst það
tímabil, sem oft er nefnt „sveiflukrasstíma-
bilið.“ Hér er um að ræða verulegar fram-
farir í jafnvægisstjórn, — í upphafi sveifl-
ast allur handleggurinn, síðan dregur úr
hreyfingu hans þar til hún er aðeins í fingr-
um og úlnliði.
Á öðru ári fer að gæta bogadreginna lína
í myndum barnsins með sveigðum sam-
stilltum línum fyllir það nokkuð vel út
blaðið. Samtímis þróast vafninga- og bylgju-
línur auk megingrunnformanna, og oft
4 ára. — MYNDIN, sem er af systur höfund-
arins, er dregin með öruggum, föstum dráttum
og sýnir mörg smáatriði.
30 - HEIMILI OG SKÖLI