Heimili og skóli - 01.03.1975, Page 39

Heimili og skóli - 01.03.1975, Page 39
stærðarvídd, þá eru hlutir sem eru fjær teiknaðir minni. Þessi þáttur er þó mjög einstaklingsbundinn og gildi tilsagnarinnar einmitt á þessu sviði má ekki vanmeta. Omeðvituð náttúrulíking, 11 til 13 ára Þetta er tímabil sem hefur í för með sér miklar breytingar á þroska flestra barna. Við upphaf þessa skeiðs hefur barnið náð hámarki þróunar, sem einkennst hefur af hlutstæðri, raunsærri og úthverfri afstöðu til umhverfisins. En í lok þess eru flest börn á þröskuldi kynþroskans, sem felur í sér að- gerðarleysi, innhverfi og miklar vangavelt- ur um eigin þroska, bæði andlegan og lík- amlegan. Þessar miklu breytingar endur- speglast glöggt í teikningum þeirra. Smátt og smátt hverfur barnið frá hinni barns- legu, tæru skynjun og verður sífellt gagn- rýnna á eigið verk. Þannig gerist það að fullgerð vekur myndin mestan áhuga en ekki eins og áður, athöfnin sjálf, það að gera myndina. Þetta er um leið tímabil séreiginlegs mismunar, þar sem kunna að fyrirfinnast í einni og sömu bekkjardeild börn sem ekki hafa sagt skilið við fyrri stig, sem ég hef áður nefnt, og svo önnur sem í verkum sýna fullorðinslegt, þroskað svipmót. Það gildir þó um flest börn á þessu aldursskeiði að á þessum aldri ná þau lengst í náttúrulegri framsetningu. Með öðrum orðum er barnið farið að hagnýta sér í vinnu sinni andstæðu ljóss og skugga auk dýptarverkandi skálína, skurðar o. fl. Eins er barnið fært um að túlka breytilegri og flóknari stellingar og sýna hlutina frá fleiri hliðum en áður, og síðast en ekki síst kemur það hreyfingu miklu betur til skila. Hvað varðar litanotk- un þá verður hún einnig náttúrulegri, bein áhrif hins sjónræna verða gleggri. 14 til 16 ára A þessu skeiði vaknar gagnrýni barnsins fyrir alvöru, bæði gagnvart umheiminum og eins gagnvart eigin verkum. Þegar á undan kynþroskanum má sjá hvernig það reynir að fjarlægjast teikningar sínar með 15 ára. — Sjálfsmynd. því t. d. að teikna skopmyndir í stað réttra mynda. Með því getur það á vissan hátt ögrað tiltekinni persónu eða hlut og forð- ast um leið að teikna eitthvað sem það ræð- ur raunverulega ekki við. Nokkru seinna getur sjálfsgagnrýnin orðið svo sterk að börn hætta jafnvel alveg að teikna. Á kyn- þroskaskeiðinu getur því brugðið til beggja HEIMILI OG SKÓLI 33

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.