Heimili og skóli - 01.03.1975, Qupperneq 52

Heimili og skóli - 01.03.1975, Qupperneq 52
aftur á bak, ef svo mætti að orði komast — hefja kennsluna í nútímanum, en hverfa síðan til liðinna tíma.“ Hér er snjöll hugmynd á ferðinni og ættu kennarar að gefa henni oftar gaum en raun ber vitni. Bókin skiptist í 10 meginkafla, auk margra undirkafla. Ennfremur fylgja henni margs konar töflur, skrá yfir félög, fyrir- tæki, stofnanir o. fl., nafnaskrá og skrá um höfunda og uppruna ljósmynda, en margar myndir prýða bókina. Fyrsti kafli bókarinn- ar er nokkuð sérstakur, ber hann yfirskrift- ina „Tvennir tímar,“ og tengir saman gamla og nýja tímann með skemmtilegum hætti. Síðan taka við aðrir kaflar bókarinnar, sem fjalla um hina ýmsu þætti þjóðlífs okkar. Frágangur bókarinnar er til sóma fyrir útgáfuna. Hún er sett og prentuð hjá Ing- ólfsprenti hf. og virðist mér verk það vel af hendi leyst. Hin fornu tún eftir Pál Líndal er saga Reykjavíkur í máli og myndum og er heiti bókarinnar tilvitnun úr kvæði eftir Eggert Olafsson. í inngangi kemst höfundur svo að orði: „Þessi bók er tilraun. Hún er tilraun til að gera nokkuð alhliða grein fyrir Reykja- vík í fortíð og nútíð. Hún er tilraun til að gera grein fyrir mannlífinu hér í Reykja- vík og þeim skilyrðum, sem því hafa verið búin.“ Ekki verður annað sagt en þessi tilraun Páls hafi tekist vel. Höfundur lýsir með nærfærnum og glöggum hætti breytingum mannlífsins í Reykjavík gegnum árin og þróun byggðar í nútímaborg og kemur ó- trúlega víða við í ekki lengri bók (rúmar 200 bls.). Greinilegt er að höfundur kann afar góð skil á efninu og þá list að kunna að velja og hafna þegar blaðsíðutal er naumt skammtað. Bókin skiptist í æðimarga kafla. Hún hefst á spurningunni: Af hverju Reykjavík? og í köflunum, sem á eftir fylgja, leitast höfundur við að veita lesendum svör við spurningunni. Reyndar tekur höfundur það fram að ef til vill kunni sum svörin að vera hæpin, þar sem þetta merkilega rann- sóknarefni hefur ekki verið kannað ítarlega. Skemmtilegastur fannst mér síðasti kafli bókarinnar, sem ber heitið „Reykjavík í bókmenntum,“ og þá um leið of stuttur. — Hann speglar ótrúlega vel mannlífið og get ég ekki stillt mig um að taka hér sýnishom, viðlag við langt vikivakakvæði, sem sr. Gunnar Pálsson orti um miðja 18. öld: „Hjá honum Jóni Hjaltalín hoppa menn sér til vansa. Allan veturinn eru þeir að dansa.“ Fjöldi mynda og teikninga eru í bókinni og sumar hverjar í litum, ejnkum ljósmynd- ir af listaverkum. Ennfremur fylgir nafna- og atriðaorðaskrá og skrá um höfunda, uppruna ljósmynda og teikninga og eykur þetta vissulega á gildi bókarinnar. Bókin er sett í Isafoldarprentsmiðju hf., en prentuð hjá Litbrá hf„ og er öll vinna við bókina snotur. Að lokum vil ég þakka Ríkisútgáfu náms- bóka fyrir þessar tvær ágætu og kærkomnu bækur. Vil ég hvetja alla skóla til að eign- ast þær og reyndar alla sem áhuga hafa á sögu þjóðarinnar. Vænti ég þess að Ríkis- útgáfan láti eigi hér staðar numið með út- gáfu bókaflokksins og haldi áfram í svip- uðum dúr með sögu- og landkynninguna. Rétt er að benda skólunum á að þeir geta pantað bækurnar beint frá Ríkisútgáfunni með sérstökum vildarkjörum. 46 - HEIMILI OG SKÓLI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.