Læknaneminn - 01.02.1955, Side 7

Læknaneminn - 01.02.1955, Side 7
LÆKNANEMINN 7 Þannig mætti að sjálfsögðu lengi halda áfram að bera fram uppá- stungur, en aðalatriðið virðist þó fyrst og fremst það, að komast í kontakt og brúa bilið; þá kæmi fljótlega í ljós, hvað kæmi til greina og hvað ekki. NÁMSKOSTNAÐURINN. Við njótum þeirra hlunninda, að stunda nám okkar við háskóla, þar sem við þurfum engin skólagjöld að borga. Gerir það mörgum kleift langt nám, sem annars mundu af fjárhagsástæðum ekki hafa átt þess kost. Þrátt fyrir þetta vitum við öll, að þetta langa nám kost- ar okkur og vandamenn okkar all- mikið fé, þótt ekki sé með talið það vinnutap, sem við verðum fyr- ir, í samanburði við samstúdenta okkar, sem byrjuðu vinnu strax að loknu stúdentsprófi. Er því mesta furða, að aldrei hafi verið gerð, svo kunnugt sé, nein athugun á því, hvað læknis- fræðinámið kosti í beinum og ó- beinum útgjöldum, svo og hverjar tekjur menn hafi um námstímann. Æskilegt væri, að slík athugun verði gerð fyrr en síðar. Verði jafnframt reynt að leiða í ljós út- gjöld þau, er vandamenn hafa beint og óbeint, og hversu mikl- ar skuldir hvíli á kandídötum að loknu prófi. Ekki þyrfti að vera úr vegi, að athugað verði um leið, hvort hægt sé að gera einhverjar ráðstafanir af hálfu félagsins til þess að lækka útgjöldin, þótt ekki verði í fljótu bragði komið auga á neinar. Slík skýrsla gæti orðið lánasjóði til mikils gagns, þegar hann sæk- ir um fé til Alþingis. Einnig gætu félög lækna fengið þar góð rök fyrir sínu máli, þegar þau þurfa að semja við sjúkra,samlögin um gjaldskrárhækkanir. En fyrst og fremst mundi hún skýra okkur frá því, hvað við aðhefðumst INTRAMUSCULERT OX YTETR AC Y CLINE. Waddington, Smart og Kirby1) skýra frá tilraunum með nýtt preparat af oxytetracycline (Terramycin), sem gefið er í intra- musculer injection. Er það í þurr- stofampullum, efnið síðan leyst upp í vatni, svo að 100 mg með 2% procaini verða í 2 ml af upp- lausn. Sjúkl., sem fengu 100—200 mg á 8 klst. fresti, fengu serum-con- centration af efninu, svipaða og þeim hefði verið gefin 0,25—0,5 g per os á 6 klst. fresti. Flestir sjúkl. þoldu vel injectionirnar, ef skammtar voru 100 mg á 8 klst. fresti. Þegar gefin voru 200 mg á 8 klst. fresti, fengu tiltölulega miklu fleiri sjúkl. verki á injec- tionsstað, án þess að concentra- tionin í serum ykist svo teljandi væri. Kliniskan árangur telja þeir full- komlega sambærilegan við peror- ala eða intravenösa oxytetracyc- linegjöf á sjúkl. með bact. pneu- moni, peritonitis og aðrar infec- tionir. Indicationir fyrir að gefa oxy- tetracycline intramusculert, er einkum á sjúklingum, þar sem per- oral eða intravenös gjöf er óheppi- leg eða ókleif. 1) Waddington, Smart og Kirby: Clinical and pharmacolor/ical studies of intramuscular oxytetracycline. Antibio- tics and Chemotherapy, 4:1037, 1954.

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.