Læknaneminn


Læknaneminn - 01.02.1955, Page 15

Læknaneminn - 01.02.1955, Page 15
LÆKNANEMINN 15 Guðmundur Benediktsson, cand. med.: Þvagmyndun Æfingarritgerð undir lokapróf í lœknisfrœ'ði, slcrifuö í jan. ’SJf. Birtist hér nær óbreytt. Þvagið myndast í nýrunum. Með- an nýrun eru heilbrigð og starfa eðlilega, sjá þau um, að vökvar líkamans haldist innan eðlilegra marka, bæði hvað snertir magn og efnasamsetningu. Nýrun eiga því ríkan þátt í að stjórna vatnsinni- haldi, saltmagni og sýrufari lík- amans, og hreinsa blóðið af ýms- um skaðlegum efnum, en það eru einkum úrgangsefni úr metabol- ismus eggjahvítu. Líffærafræðileg bygging nýrnanna (anatomia). Myndun þvagsins er svo nátengd byggingu nýrnanna, að rétt þykir að gera örlitla grein fyrir henni. Nýrun eru byggð úr mörgum sams konar einingum, sem kallast neph- ron. Er talið, að í heilbrigðu nýra séu um 1 milljón nephron. I hverju nephron er 1 glomerulus, ásamt gangakerfinu, sem honum fylgir. Gangakerfi þessu er skipt niður í Capsula Bowmani, tubuli contorti proximales, Henles-lykkju, sem skiptist í pars descendens og asc- endens tubuli contorti distales og tubuli recti. Til glomerulus-háræðanna ligg- ur aðrennslisæð (vas afferens), og er hún talsvert víðari en frá- rennslisæðin (vas efferens). Það rennur því talsvert miklu meira blóðmagn til hvers glomerulus en frá honum. Blóðið fer frá glomer- uli eftir peritubuleru háræðun- um, tekur upp ýmis efni frá inni- haldinu í tubuli (glomerulusfilt- ratinu) og nærir tubuli, áður en það fer út í vv. renales. Starf nýrnanna (physiologia). Þvagmyndunin er samband af starfi glomeruli og tubuli. Hún er eiginlega þríþætt, því að í glomer- uli fer fram filtratio, en í tubuli resorptio og secretio. Verður nú vikið nánar að hverjum þessara þátta. 1. Starf g'lomeruli. Fyrsti þátturinn í myndun þvagsins fer fram í glomeruli og er fólginn í filtratio, þ. e. a. s. það síast (filtrerast) vökvi í gegnum háræðaveggina á glomeruli út í holrúmið í Capsula Bowmani, og er þar með kominn út í ganga- kerfið. Þessi vökvi er eggjahvítu- laus, en að öðru leyti eins og plasma að samsetningu. Margt er það, sem hefur áhrif á filtrationina, og skal það helzta talið. Frumskilyrði fyrir því, að nokkur filtratio fari fram, er, að nægilega hár blóðþrýstingur sé í glomerulus-háræðunum. Hann er venjulega 75 mm Hg. Colloid os- motiski þrýstingurinn í blóðinu er hins vegar 30 mm Hg, og þrýsting-

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.