Læknaneminn - 01.02.1955, Side 16
16
LÆKNANEMINN
urinn í tubuli er 5 mm Hg. Þetta
verkar hvort tveggja á móti þrýst-
ingi blóðsins, svo að hinn raun-
verulegi (effectivi) filtrations-
þrýstingur er aðeins 40 mm Hg.
Ef blóðþrýstingurinn í glomeruli
lækkar um 40 mm Hg, eins og á
sér stað t. d. í „shocki“, verður
engin filtratio, og þar með eng-
in þvagmyndun. Vas afferens
og efferens hafa mikil áhrif
á þrýstinginn í glomeruli og
stjórna honum að allverulegu leyti.
Þannig eykst filtratio við dilatatio
á v. afferens eða constrictio á v.
efferens.
Einnig getur hindrun á rennsli
filtratsins í tubuli, eða aukinn
þrýstingur og afrásarhindrun í
þvagvegum hindrað eða upphafið
filtratio.
Lækkun á eggjahvítu í plasma
getur aukið filtratio, en aukning
dregið úr henni.
Breyting á permabilitas í glom-
eruli getur breytt mikið magni og
samsetningu glomerulus-filtrats-
ins. Við ýmsa sjúkdóma geta glom-
eruli orðið permeabel fyrir eggja-
hvítu, t. d. við blóðrásartruflanir
í nýrum, við eituráhrif, eins og
við infectionssjúkdóma og ýmis
eiturefni (sublimat, blý, tetraklór-
kolefni), við ýmsar bólgur í nýr-
um, t. d. nephritis acuta, subacuta
og chronica, pyelonephritis, og
ennfremur vegna neoplasma í nýra,
cystunýrna og nephrosis.
Magnið á vökvastreymi í glom-
eruli er þannig í heilbrigðu nýra:
Á hverri mínútu fara um 1200 ml
af blóði til nýrnanna, eða um 25%
af afköstum hjartans. I þessu blóð-
magni eru 650 ml af plasma. Um
20% af því, eða um 130 ml af
eggjahvítufríu plasma, síast út úr
háræðunum í glomeruli á hverri
mínútu. Glomerulusfiltratið er því
130 ml á mínútu, eða 100—200 lítr-
ar á sólarhring.
2. Starf tubuli.
Síðari þátturinn í myndu þvags-
ins fer fram í tubuli, bæði resorp-
tio og secretio ýmissa efna. Glom-
erulus-filtratið breytist því mikið
á leið sinni gegnum tubuli, og er
starf þeirra mjög mikilvægur þátt-
ur í myndun þvagsins.
Resorptio. Þar eð þvagmagn
heilbrigðs manns er venjulega 1—
2 1 á sólarhring, hljóta um 99%
af vatninu í glómerulus-filtratinu
að resorberast. Af NaCl resorber-
ast líka um 99% og allur sykur-
inn. Urea resorberast lítið og eykst
concentratio á urea því mikið í
tubuli, enda er conc. á urea í blóði
um 30 mg%, en um 2000 mg%
í þvagi, eða 60—70 sinnum meiri
en í blóði.
Föstu efnunum í gulomerulus-
filtratinu má skipta í 3 flokka eft-
ir resorptio:
A. I fyrsta flokki eru efni, sem
hafa háan nýrnaþröskuld. Concen-
tratio þeirra í þvagi er venjulega
lítið eða ekkert hærri en í plasma,
og sum finnast alls ekki í þvagi.
Conc. þeirra í resorberaða vökv-
anum er því jafnhá og oft hærri
en í plasma. Hér hlýtur því að
vera um activt starf að ræða. Ef
plasmaconc. þessara efna fer hins
vegar yfir ákveðið mark (þrösk-
uldinn), verður conc. þeirra í reab-
sorb.vökvanum lægri en í plasma,
og þvagconc. þeirra hækkar. Þann-
ig er geta tubuli, til þess að resorb-
era þessi efni activt, yfirstigin. Til
efna með háan þröskuld teljast:
glucosa, aminosyrur og C-vitamín.
Einnig Na, Ca og Mg, og e. t. v.
K, en það útskilst með secretio
að miklu leyti, og svo klóríð og
fleiri efni.
Þessi efni hafa auðvitað mis-