Læknaneminn


Læknaneminn - 01.02.1955, Blaðsíða 16

Læknaneminn - 01.02.1955, Blaðsíða 16
16 LÆKNANEMINN urinn í tubuli er 5 mm Hg. Þetta verkar hvort tveggja á móti þrýst- ingi blóðsins, svo að hinn raun- verulegi (effectivi) filtrations- þrýstingur er aðeins 40 mm Hg. Ef blóðþrýstingurinn í glomeruli lækkar um 40 mm Hg, eins og á sér stað t. d. í „shocki“, verður engin filtratio, og þar með eng- in þvagmyndun. Vas afferens og efferens hafa mikil áhrif á þrýstinginn í glomeruli og stjórna honum að allverulegu leyti. Þannig eykst filtratio við dilatatio á v. afferens eða constrictio á v. efferens. Einnig getur hindrun á rennsli filtratsins í tubuli, eða aukinn þrýstingur og afrásarhindrun í þvagvegum hindrað eða upphafið filtratio. Lækkun á eggjahvítu í plasma getur aukið filtratio, en aukning dregið úr henni. Breyting á permabilitas í glom- eruli getur breytt mikið magni og samsetningu glomerulus-filtrats- ins. Við ýmsa sjúkdóma geta glom- eruli orðið permeabel fyrir eggja- hvítu, t. d. við blóðrásartruflanir í nýrum, við eituráhrif, eins og við infectionssjúkdóma og ýmis eiturefni (sublimat, blý, tetraklór- kolefni), við ýmsar bólgur í nýr- um, t. d. nephritis acuta, subacuta og chronica, pyelonephritis, og ennfremur vegna neoplasma í nýra, cystunýrna og nephrosis. Magnið á vökvastreymi í glom- eruli er þannig í heilbrigðu nýra: Á hverri mínútu fara um 1200 ml af blóði til nýrnanna, eða um 25% af afköstum hjartans. I þessu blóð- magni eru 650 ml af plasma. Um 20% af því, eða um 130 ml af eggjahvítufríu plasma, síast út úr háræðunum í glomeruli á hverri mínútu. Glomerulusfiltratið er því 130 ml á mínútu, eða 100—200 lítr- ar á sólarhring. 2. Starf tubuli. Síðari þátturinn í myndu þvags- ins fer fram í tubuli, bæði resorp- tio og secretio ýmissa efna. Glom- erulus-filtratið breytist því mikið á leið sinni gegnum tubuli, og er starf þeirra mjög mikilvægur þátt- ur í myndun þvagsins. Resorptio. Þar eð þvagmagn heilbrigðs manns er venjulega 1— 2 1 á sólarhring, hljóta um 99% af vatninu í glómerulus-filtratinu að resorberast. Af NaCl resorber- ast líka um 99% og allur sykur- inn. Urea resorberast lítið og eykst concentratio á urea því mikið í tubuli, enda er conc. á urea í blóði um 30 mg%, en um 2000 mg% í þvagi, eða 60—70 sinnum meiri en í blóði. Föstu efnunum í gulomerulus- filtratinu má skipta í 3 flokka eft- ir resorptio: A. I fyrsta flokki eru efni, sem hafa háan nýrnaþröskuld. Concen- tratio þeirra í þvagi er venjulega lítið eða ekkert hærri en í plasma, og sum finnast alls ekki í þvagi. Conc. þeirra í resorberaða vökv- anum er því jafnhá og oft hærri en í plasma. Hér hlýtur því að vera um activt starf að ræða. Ef plasmaconc. þessara efna fer hins vegar yfir ákveðið mark (þrösk- uldinn), verður conc. þeirra í reab- sorb.vökvanum lægri en í plasma, og þvagconc. þeirra hækkar. Þann- ig er geta tubuli, til þess að resorb- era þessi efni activt, yfirstigin. Til efna með háan þröskuld teljast: glucosa, aminosyrur og C-vitamín. Einnig Na, Ca og Mg, og e. t. v. K, en það útskilst með secretio að miklu leyti, og svo klóríð og fleiri efni. Þessi efni hafa auðvitað mis-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.