Læknaneminn


Læknaneminn - 01.02.1955, Page 38

Læknaneminn - 01.02.1955, Page 38
38 LÆKN ANEMINN Guðjóu Sigurkarlsson, stud. med.* skAk Ekki er vitað með vissu, hvar, eða hvenær, skákin skýtur fyrst upp kollinum, en hægt er að rekja slóð hennar allt aftur til um 500 e. Kr. Og talið er víst, að fæðing- arstaður hennar sé í Asíu, og þá að öllum líkindum á Indlandi. Á miðöldum fluttist hún svo til Evr- ópu og átti þar strax miklum vinsældum að fagna. Vinsældir hennar á þeim tíma má t. d. marka af því, að hún var kölluð bæði íþrótt konunganna og konungur íþróttanna. Þýzkur læknir, dr. Sigmund Tarrasch, sem snemma á þessari öld var einn af mestu skáksnilling- um sinnar tíðar, hefur gefið skák- íþróttinni eftirfarandi vitnisburð. Hann segir: „Ég hef alltaf haft dálitla meðaumkun með þeim manni, sem engin kynni hefur haft af skák, alveg eins og ég kenni í brjóst um þann mann, sem aldrei hefur kynnzt ástinni. Skákin býr yfir afli, eins og ástin, eins og tónlistin, til þess að gera mann hamingjusaman.1 ‘ Auk skemmtunar þeirrar, er skákin veitir unnendum sínum, hefur hún ýmsa góða kosti, sem engu síður gera hana eftirsóknar- verða. Á s. 1. hausti birtist í tímariti bandaríska læknafélagsins grein, er f jallaði um skák, og var læknum þar sérstaklega bent á, að skákin væri mjög hentug til þess að dreifa þreyttum huga þeirra frá amstri og áhyggjum starfsins. Fáir, er séð hafa menn að tafli *) Ritari Taflfélags Háskóla Islands. munu efast um réttmæti þessarar ábendingar og alls enginn þeirra, er kynnzt hefur skákinni af eign reynd. Á Islandi hefur skákíþróttin not- ið allmikilla vinsælda, einkum hin síðari ár, og hafa íslendingar unnið marga ágæta sigra á því sviði er- lendis. íslenzkir stúdentar hafa átt og eiga marga af snjöllustu skák- mönnum þessa lands, en almennur áhugi meðal þeirra á skákinni er því miður harla lítill. I fyrravetur komu saman nokkr- ir háskólastúdentar, sem áhuga höfðu á skák, og stofnuðu, eða kannski mætti segja endurreistu, Taflfélag Háskóla Islantls, en starfsemi þess félags hafði að mestu leyti legið niðri seinustu árin. Geta má þess læknanemum til hróss, að rúmur helmingur stofnendanna voru úr þeirra hópi, og voru tveir þeirra kosnir í stjórn félagsins. Þótt þessu unga félagi hafi enn ekki tekizt að færa út starfsemi sína sem skyldi, og feng- ið frekar daufar undirtektir meðal stúdenta, mun það gera það, sem í þess valdi stendur, og heitir á stuðning læknanema í hinu erfiða og torsótta starfi, að fá hina villu- ráfandi sauði inn á hinar glæstu brautir skáklistarinnar. Að lokum fer hér á eftir skák, er Þórir Ólafsson, stud. med., tefldi við tékkneskan læknanema á Alþjóðaskákmóti Stúdenta, sem haldið var í Ósló í fyrra vetur. Hvítt: Þórir. Svart: Alster. 1. d4 c5 2. d5 d6 3. c4 e6 4. dxe6 fxe6 5. Rc3 Rf6 6. e4 Rc6 7. g3 Rd4 8. Bg2 Be7

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.